Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 25. september 2007

Oberrhein, tjaldsvæði

Tjaldsvæðið, Obberrhein
Tjaldsvæðið, Obberrhein
« 1 af 2 »
Er búinn að vera á þessu svæði síðan í gær og verðum hér aftur í nótt. Þetta er svo fallegt og ekki dýrt, en það kostar að fara á netið og Ágúst við fórum og fengum keyptan aðgang er það ekki flott hjá þeim gömlu?
Fórum til Baden-Baden í dag og vorum að flækjast þar. Reyndar vorum við að leita að búð sem selur garðstóla og borð en fundum bara bílaumboð sem er nóg af þar, en það er fallegt þarna og gaman að skoða sig um.
Það er svolítið horft á okkur með íslenskan bíl og hjólhýsi frá Cux.
Áætlun á morgun er fyrirheitna landið Frakkland, nánar tiltekið umhverfi Strassborgar, það verður fróðlegt að vita hvernig gengur þar að finna tjaldsvæði, erum orðin reynd hér, en þetta er bara spennandi.
Keyptum okkur rauðvín á 1 evru og í matinn fyrir 10 evrur alveg ótrúlegt. Það er mjög gott að sofa í hjólhýsinu rúmið er alveg ótrúlega gott og eldhúsið er lítið en allt í lagi.
Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 23. september 2007

Mucke, tjaldsvæði

Verið að laga eina gallan
Verið að laga eina gallan
« 1 af 4 »
Fórum frá Cuxhaven um hádegi í gær þegar allt var tilbúið. Keyrðum sem leið lá suður á bóginn. Það var farið að huga að hvar við ættum að vera fyrstu nóttina og fundum við tjaldsvæði í fínu bókinni frá FÍB, sem við keyptum áður en við fórum að heiman, um öll tjaldsvæði í Evrópu. Leitin gekk vel og vorum við í Hameln sem er lítill bær fyrir sunnan Hannover. Þarna var mikið af hjólhýsabúum. En fínt að vera, við vorum þreytt eftir fyrsta daginn og svolítið ringluð. Ekkert internet.
Lögðum af stað um 10 í morgun, það gekk nú brösulega í dag og villtumst við smá að þó að GPS María væri öll af vilja gerð til að láta okkur fara á rétt tjaldsvæði. Nú erum við inn í miðju Þýskalandi, norðan við Frankfurt alveg yndilegur staður, þar sem bóndi er búinn að laga landið fyrir tjaldsvæði, eins og á hinum staðnum eru hér hjólhýsi sem hafa verið hér í mörg ár, garður í kring og allavega fínheit. Hér er fínt Internetsamband og kostar ekki neitt. Gaman að sjá að þið fylgist með okkur það hvetur mann til að skrifa og láta vita af sér þó það sé ekki mikið á hverjum degi, þeir eru nú ósköp líkir ennþá. Hugsum til ykkar allra. Veðrið er gott í dag var 20-22 stiga hiti og sól, ekki gott að keyra, ansi heitt.
Áætlun á morgun er Baden-Baden.
Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 21. september 2007

Cuxhaven

Jæja, nú er búið að koma öllu fyrir í hjólhýsinu, búið að raða í skápa og skúffur henja upp myndir af barnabörnunum og allt klárt. Förum héðan á morgun, en hvert vitum við ekki. Hér hefur verið gott að vera. Við erum búinn að fá ómetanlega hjálp.
, við að koma öllu í stand. Takk fyrir okkur Óla, Gísla, Hafrún og Harpa, þið eruð alltaf velkomin í heimsókn til okkar hvort sem er til Spánar eða á Íslandi. Skrifa þegar ég kemst næst í samband.
Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 20. september 2007

Cuxhaven, hjólhýsi komið

Flotta hjólhýsið
Flotta hjólhýsið
« 1 af 3 »
Það er mikið búið að vera að gera hér undanfarna tvo daga. Fyrst var farið að skoða hjólhýsi og það keypt í gær.
Við höfum notið hér ómetanlegrar hjálpsemi og gestrisni í hágæðaflokki hjá þeim hjónum Gíslu og Óla, einnig hafa dæturnar Hafrún og Harpa verið okkur góðar og hjálpsamar. Dúddi og Óli fóru í gær til Staden sem er bær hér sunnan frá Cuxhaven, þar keyptu þeir þetta flotta hjólhýsi, sem heitir Eifelland það eru tvo herbergi,, eldhús og bað. Það koma myndir á síðuna seinna. Svo er búið að keyra okkur um allt til að kaupa það sem þarf til að geta búið í svona fínu hýsi. Við erum búinn að skoða okkur um hér og ég fór í gær með Gíslu og Hörpu að tína kataníuhnetur hér í Hallargarðinum. Elsku Atli Geir til hamingju með daginn. Hér hefur verið leiðindaveður í dag en 15. stiga hiti.
Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 18. september 2007

Cuxhaven, Þyskalandi

Fórum í gær um hádegi frá Sissu og Óla í Randers. Keyrðum niður Danm. og komum við hjá Ágústu Óla og Gunnari bróður hennar í Tonder og var gaman að hitta þau og sjá hvað þau búa vel þar. Sissa og Óli takk fyrir okkur. Við komum hingað til Óla og Gíslu í Cuxhaven seint í gærkveldi eftir mikla keyrslu í grenjandi rigningu. Þetta gekk samt allt vel og fórum við yfir Elbu með ferju, sem stytti leið okkar um marga km. Gott að koma hingað í fallega húsið þeirra og vel tekið á móti okkur. Svo fór Gísla með okkur í langan hjólhýsaleiðangur í dag og fundum við eitt sem getur komið til greina. Læt vita af því og sendi myndir með í næsta bloggi. Hér verðum við um stund. Hér er fínt veður sól og smá vindur og 14 stiga hiti.