Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 16. september 2007

Randers Danmörk

Þórdís í Þórshöfn
Þórdís í Þórshöfn
« 1 af 3 »
Hingað komum við eftir ævintýralegt ferðalag með NORRÆNU. Það var farið frá Seyðisfirði á miðvikudag og haldið til Færeyja, þangað var gaman að koma og vð gengum um bæinn og skoðuðum okkur um. Þaðan var haldið til Shettlandseyja og átti að koma þangað kl 7. en það var ekki hægt að koma að bryggju vegna veðurs, og snúið við og farið til Bergen með fólkið sem átti að fara þar í land. Ekki fengum við að fara þar í land enda skítaveður. Áfram var svo haldið til Hannstholm og áttum við að koma í land kl. 1 um daginn, en það var stjörnuvitlaust veður þar svo við urðum að dóla út á hafi til kl. 5 þá var loksins hægt að koma að landi. Ég vissi nú að ég var óveðurskráka á flug en á sjó nei, en það var svona veður alla leiðina hingað . En Norræna er gott sjóskip. Við fundum ekki fyrir sjóveiki þó skipið rukkaði öðru hvoru. Maturinn var lala mikið af kartöflum með öllu. Það var gott að koma hingað Til Sissu og Óla eftir alt volkið. Svo er hún María GPStækið sem við keyptum af Svenna bróðir, það skilaði okkur á methraða hingað og var voða gott að nota þetta undratæki.
Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 11. september 2007

Stöng í Mývatnssveit

Þá er síðasta kvöldið á Íslandi í bili komið.
Við erum hér á Stöng í góðu yfirlæti . Borðuðum steikan silung og ávaxtagraut með rjóma í kvöldmat.
 Við höfum átt góðar stundir með börnunum okkar í Reykjavík og Kópavogi síðustu daga.
Á morgun byrjar ævintýrið, spennandi að fara með Norrænu og vera út á sjó í nokkra daga.
 Kveð í bili.
Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 8. september 2007

Komin til Reykjavíkur

Þetta eru þreyttu hjónin sem voru að slappa af síðasta kvöldið með einn stól í stofunni að glápa á sjónvarpi.
En við komum til Reykjavíkur á fimmtudag og höfum verið að hugsa og hitta börn og barnabörn og kveðja ættingjana.
Héðan förum við svo á þriðjudagsmorgun áleið til Seyðisfjarðar, ætlum að fara norðurleiðina og gista á Stöng.
Látum heyra í okkur þá ef við komust í netsamband. Kveðja í bili.
Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 5. september 2007

Síðasta kvöldið

Nú er þetta að skella á okkur,síðasta kvöldið á Ísafirði í bili.
Búinn að tæma húsið,næstum því og leggjum í hann í fyrramálið.
Þetta er nú ansi furðuleg staða, en heilmikill tilhlökkun.
Eigum örugglega eftir að sakna ykkar allra, sæl að sinni.
Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 4. september 2007

Nýja bloggið okkar

Saga Líf og Ágúst Guðmundur
Saga Líf og Ágúst Guðmundur
Þetta er fyrsta bloggið. þetta veður svona ferðablogg. Við förum héðan á fimmtud. út með Norrænu 12. sept. áleiðis til Spánar þar sem við höfum vetursetu.
Vonandi verðið þið dugleg að fylgjast með okkur, og við dugleg að skrifa. Þetta er nú aðallega hugsað fyrir börn og fjölskyldur okkar en öllum er velkomið að fylgjast með!
Takk Ágúst fyrir síðuna okkar.
Síða 55 af 55