Randers Danmörk
Hingað komum við eftir ævintýralegt ferðalag með NORRÆNU. Það var farið frá Seyðisfirði á miðvikudag og haldið til Færeyja, þangað var gaman að koma og vð gengum um bæinn og skoðuðum okkur um. Þaðan var haldið til Shettlandseyja og átti að koma þangað kl 7. en það var ekki hægt að koma að bryggju vegna veðurs, og snúið við og farið til Bergen með fólkið sem átti að fara þar í land. Ekki fengum við að fara þar í land enda skítaveður. Áfram var svo haldið til Hannstholm og áttum við að koma í land kl. 1 um daginn, en það var stjörnuvitlaust veður þar svo við urðum að dóla út á hafi til kl. 5 þá var loksins hægt að koma að landi. Ég vissi nú að ég var óveðurskráka á flug en á sjó nei, en það var svona veður alla leiðina hingað . En Norræna er gott sjóskip. Við fundum ekki fyrir sjóveiki þó skipið rukkaði öðru hvoru. Maturinn var lala mikið af kartöflum með öllu. Það var gott að koma hingað Til Sissu og Óla eftir alt volkið. Svo er hún María GPStækið sem við keyptum af Svenna bróðir, það skilaði okkur á methraða hingað og var voða gott að nota þetta undratæki.