rds Gumundsdttir | mivikudagurinn 5. jn2013

Erum heimlei

Vi Fel  Medival markai
Vi Fel Medival markai
« 1 af 10 »
Ja, er vikilega svona langt síðan ég skrifaði síðast, það er alltaf svo mikið að gera hjá manni að þetta gleymist bara.
Við fórum á Medival markað í Torrevieja um daginn, en það er svona markaður sem stendur heila helgi og þar er margt svona gamalt á ferð. Margir básar þar sem fólk er að selja svona margt sem þeir gera heima hjá sér og annað dót. Mikið af allavega flottum skartgripum, sápum og svo auðvitað bakstur og grænmeti allavega. Við sátum þarna í góðu yfirlæti með te og kaffi þegar allt í einu birtist kona sem við þekkjum og býr í Torrevieja þá var hún í sínum daglega göngutúr um bæinn, þetta var auðvitað hún Felí. Það var gaman að spjalla við hana í því litla sem við kunnum í spænsku. Hún labbaði með okkur um svæðið aftur og svo vildi hún eldilega að við kæmum með henni heim og bauð okkur í mat, þar sátum við fram á kvöld og hún labbaði svo með okkur að bílnum. Það var ákveðið að þau hjónin kæmu svo hingað í sveitina í mat á þriðjudeginum á eftir sem þau svo gerðu. Áttum við saman góðan dag og lærðum heilmikið í spænsku í leiðinni.
Nú svo höfum við verið að fara í minigolf og ég er búinn að vinna einu sinni enn, ég er bara orðin montin af sjálfri mér, maður ætti kannski bara fara að stunda alvöru golf hehe, nei það er alltof dýrt. Þetta er bara svo gaman.
Svo erum við búin að hitt Þuru og Örn og fara með þeim út að borða menu del día, ásamt Sturlaugi og Elísabetu.
En nú er allt á fullu að ganga frá þrífa og pússa og snúast í hringi við að pakka niður það er orðið svo erfitt að þurfa alltaf að vera vikta og vikta þessar töskur sem ekkert má vera í. Allar orðnar fullar af allavega dóti sem mann langar til að hafa heima og svona smotterí handa barnabörnunum.
Annars verður bara gott að komast heim úr hitanum hérna um 30 gr. alla daga og maður er alltaf sveittur og þreyttur, það er ekki einu sinni hægt að fara í sólbað maður rennur útaf bekknum í svitakasti ojjjj.
Nú skulum bara láta þetta gott heita héðan frá Spáni að sinni aldrei að vita hvað ég geri í sumar. Við verðum nú líklega mest í Skötufirðinum sjáumst þar.
Eigið góða sumardaga kæru vinir sem kíkið hingað, og Guð veri með ykkur.
rds Gumundsdttir | sunnudagurinn 19. ma2013

Skrifa sm

Vinningurinn og vi  afmlisdaginn
Vinningurinn og vi afmlisdaginn
« 1 af 10 »
Já þá er komið að því að skrifa, það hefur verið ansi mikið að gera hjá okkur og ég verið hálf löt við að setjast niður og skrifa það er meira gaman að læra og prjóna, það er alveg satt en það er nú gaman að halda smá dagbók hérna og leyfa ykkur að lesa hvað við erum að aðhafst hérna. Eitt er víst okkur leiðist aldrei alltaf nóg að gera og ef ekki þá finnur maður bara eitthvað til að dunda sér við og tíminn flýgur alltof hratt.
Í síðust viku vorum við enn á flakki við fórum héðan á fimmtudegi með viðkomu í Quesada til að spila minigolf, svo fórum við til Los Altos og gistum þar í Ísfirðingafélagsíbúðinni í tvær nætur, vorum svona að skoða hana fyrir þau í leiðinni, takk fyrir okkur Ísfirðingar.
Dúddi átti svo afmæli á föstudeginum 10. maí það var farið á hitting og spilað minigolf og þá var ég í fyrsta sæti og vann rauðvínsflösku sem ég gaf svo Dúdda í afmælisgjöf. Það var búið að ákveða að fara út að borða með Guðrúnu og Kára um kvöldið, þau voru svo yndislega að bjóða okkur heim til sín áður, en við fórum svo að borða á Andalus sem er spænskur staður og voða góður matur og skemmtilegt andrúmsloft, þar vorum við í góðu yfirlæti fram á kvöld. Það er nú alveg hætt að vera eitthvað næturrölt á manni svo við vorum komin snemma heima að sofa. Takk fyrir kvöldið kæru hjón.
Á laugardeginum eftir að hafa gengið frá okkur í íbúðinni fórum við til Torrevieja því þar var maíhátíð sem er í anda  Andalúsíu eða Sevilla hátíðinni sem er haldin þar á hverju ári í apríl. Þar var margt að sjá heilmikil skrúðganga, fólk að dansa og borða og skemmta sér um miðjan dag. Við fórum svo heim til að hvíla okkur eftir allt þetta flakk á okkur, hmm er maður farin að eldast?
Svo vorum við bara hér heima að dúlla okkur og fara í göngutúra sem við vorum orðin löt við en erum komin í gang aftur.
Það var farið í minigolf á fimmtudaginn. Palli og Adda  eru hérna núna með dóttur sinni og tveim yndislegum barnabörnum sínum þau voru búinn að bjóða okkur í mat og að horfa á Evruvision undankeppnina, við fengum þar voða góðan grillaðan mat og skemmtilegt kvöld, takk fyrir það Palli og Adda.
Svo var aftur farið niðureftir á föstudag og þá til Ólínu skólasystur og Adda, en Dúddi var að hjálpa honum með glervegg á baðið, og þar var okkur boðið aftur í mat, takk fyrir okkur.
Svo var farið á markað í gær í Almoradí og þar var haldið uppá Evrópudaginn með mat, drykk og skemmtiatriðum það var voða gaman að horfa á þetta rokkhljómsveit og skotar að spila á sekkjapípur og dansa í pilsum að sjálfsögðu. Í dag er svo slappað af og farið verður í göngutúr á eftir.
Annars hefur veðrið verið ansi skrítið og óvenjulegt uppá síðkastið, gengur á með skúrum og svo er ansi mikill vindur svona part úr degi, en hitinn er góður alltaf um 20 stig nema á nóttunni fer niður í 15 stig, þarf ekkert að kvarta. Úti núna er loftið svo tært og útsýnið af þakinu alveg svakalega fallegt fjallið sést svo vel að maður getur næstum séð grasið gróa.
Í dag á eitt barnabarnið okkar afmæli það er hann Hektor Hermann sem er 7 ára, til hamingju Hektor. 
Eigið góða daga og Guð geymi ykkur.
rds Gumundsdttir | fimmtudagurinn 9. ma2013

Flakk okkur

eir eru duglegir a vaska upp, Auunn og Dddi
eir eru duglegir a vaska upp, Auunn og Dddi
« 1 af 8 »
Það er nú ekki hægt að segja að það séu einhver rolegheit og leti hér í gangi þessa dagana eins og hitinn er líka orðin, hann ríkur upp í um 30 gr. á hverjum degi þegar heitast er, svo að maður verður bara að flýja inní hús. Það er heitara hér inni í landi hjá okkur en niður við strönd.
Við fórum í síðustu viku í heimsókn til Bertu og Auðunns í Gmla húsið og fengum þar dýrindis mat og gistum þar eina nótt voða gaman að gista þar hjá einhverjum og vera ekki að vinna neitt í húsinu bara slappa af.
Það var svo farið í minigolf daginn eftir og ég varð í öðru sæti, deginum áður var ég í fyrsta sæti en þá vorum við þrjár um það svo ég var ekki með besta skorið (hvað sem það nú er) svo ég fékk ekki vínflöskuna. En eins og ég hef sagt hér frá áður förum við í minigolf með íslendingum á fimmtudögum í Quesada og svo á sundlaugarbarnum i Mimosa á föstudögum, sleppum þessu ekki ef hjá því verður komist, enda hefur manni farið mikið fram, ja svo er maður náttúrulega mis upplagður.
Svo nú á þriðjudaginn brunuðum við til Benidorm Guðmundur Einars. var búinn að bjóða okkur í 70 ára afmælið sitt. Við pöntuðum okkur hótelherbergi eina nótt, á hóteli rétt hjá þeim, alveg niður við strönd, mjög snyrtilegt og fínt hótel ekki með mörgum herbergjum. Svo var okkur boðið í kampavín á Hótel Balí þar sem þau gistu og þaðan var svo farið á voða flottan matsölustað, þar sem Guðmundur var búin að panta ekta spænskan mat. Það voru 6 forréttir allavega tapas og svo kom nautasteik á eftir öllu þessu og svo auðvitað gott rauðvín með og svo gat maður valið úr 5 eftirréttum. Þetta var alveg svakalega góður matur  og skemmtilegt fólk með okkur. Daginn eftir vorum við bara hress og löbbuðum alveg til enda á göngugötunni á Benidorm og var ég að skoða hvar ég var árið 1983 í sólbaði. Það hefur nú mikið breyst en samt voru ennþá sömu staðirnir og þegar ég var þar t.d. Burger king svo komum við heim seinnipartinn í gær.
Og svo er aftur verið að rjúka af stað nú er Dúddi að fara að hjálpa Adda og svo förum við í svona stúss á eftir.
Alltaf nóg að gera hjá okkur og timinn líður hratt og við verðum komin heim áður en við vitum af.
Dúddi tíndi fullt af Nísperum og við bjuggum til hlaup það er bara ansi gott, hann gaf vini sínum Fermín eina krukku og kom þá með 5 brokkolíhausa í staðinn svo nú verð ég að fara að borða fullt af því sem er nú bara hollt og gott.
Eigið góða daga, heyri að sumarið er að koma heima Guð veri með ykkur.
rds Gumundsdttir | laugardagurinn 27. aprl2013

Svona eitt og anna

etta var okkur gefi um daginn og Dddi mlai
etta var okkur gefi um daginn og Dddi mlai
« 1 af 10 »
Má til að skrifa smá á sjálfan kosningdaginn á Íslandi þar sem ég er langt í burtu sem betur fer og þarf ekki að hlusta á alla þessa þvælu sem gubbast út úr fólki í öllum flokkum um að þeir séu bestir. Ég hef nú alltaf mætt á kjörstað frá því ég fékk kosningarétt aldrei svikist undan því nema einu sinni þá mætti ég of seint það var búið að loka, þá hélt ég að kjöstaðir væru opnir til kl. 23.00 en það var víst bara opið til 22:00 ég var bara heima að þrífa og taka til og gleymdi mér alveg var bara að hugsa um kosningarpartýið sem var búið að bjóða mér í, en þetta var allt í lagi Vigdís var kosin forseti og mitt atkvæði skipti engu. Pabbi gamli sagði við mig einu sinni, þú skalt ávallt nota þinn rétt til að kjósa, það þarf enginn að vita hvað þú gerir inní kjörklefanum en mættu alltaf ef þú getur, og þessu hef ég haldið í heiðri.

Hér skín sólin þó hitinn sé ekki mikill, því það gengur yfir kuldakast hér á spáni en hitinn er nú samt 20 gr. en fyrir norðan er kalt snjóar jafnvel.
Við höfum verið að spá í hvað mikið hefur í rauninni breyst hérna í kringum okkur á þessum 6 árum sem við höfum verið hér. Nú eru næstum allir appelsínu og sítrónuakrarnir farnir og í staðinn er búið að setja niður kartöflur, steinselju, ýmsar káltegundir einnig hvítlaukur, svo ég tali nú ekki um alla ætiþirstlaakrarna þeir eru margir. En þetta hefur breyst svona hér á Spáni eftir að kreppan brast á þá eru allir farnir að rækta gömlu akrana sína og reyna að vinna fþyrir sér með að selja grænmeti. Já svo eru margir hveitiakrar líka það er voða gaman að fylgjast með þessu þegar maður fer út að hjóla eða ganga.

Annars er lífið ósköp rólegt hérna hjá okkur. Okkur var boðið í 70 ára afmæli Auðunns Karlssonar núna um síðustu helgi í La Marina og var voða gaman að vera með þeim, tvær dætur Auðunns komu að heiman til að vera með þeim. Við höfum ekkert getað farið í minigolf því bíllinn barð fyrir smátjóni um daginn svo Dúddi liggur nú undir bílnum alla daga á meðan ekki rignir. En það gengur á hér með skúrum af og til.

Nú fer ég alveg að verða búin í skólanum á eftir að skila tveim prófum og verður gaman að vita hvort mér tekst það í gegnum tölvuna að tala spænsku og kennarinn þarf að geta leiðrétt mig úff þetta verður sko mikið fjör þegar ég tek mig til og geri þetta, en ég hef tíma til að æfa mig til 5 mai. Svo fer ég í skólann og tek lokapróf í 1 önn í júní þegar ég kem heim.
Nú er ég byrjuð að mósaíka aftur og ætla nú að fara uppá þak á meðan sólin skín og setja nokkrar físar í verkið þið fáið að sjá það þegar það er búið.
Við höfum verið ansi gleyminn á myndavélina því miður svo það kma bara nokkrar gamlar myndir með.
Eigið góða daga og farið varlega á kosninganótt.
rds Gumundsdttir | sunnudagurinn 14. aprl2013

Vori komi!!!

Nsperotr okkar me mrgun vxtum
Nsperotr okkar me mrgun vxtum
« 1 af 10 »
Já, nú er vorið komið hérna hjá okkur, eftir bara þokkalegan góðan vetur finnst mér. Við vorum nú í burtu í 6 vikur á meðan kaldast er en þetta er búið að vera fínt, ansi rigningasamt segja veðurfræðingar með þeim blautari í mörg ár.
Hér í sveitinni er fínt núna hitinn fer í um 30 stig yfir heitasta tímann á daginn þá fer ég nú bara inn og læri. Annars er ég bara búinn að vera ansi dugleg við námið sit hérna við tölvuna frá því ég vakna og fram á 2 á daginn þá er smá pása, sólbað og matur svo fer ég nú stundum aftur á kvöldin ef ekkert skemmtilegt er í sjónvarpinu. Það mætti nú halda að ég væri í stífu háskólanámi eins og ég tala, en þegar maður er komin á þennan aldur og hefur ekki verið í skóla í ja 35 ár líklega þá er þetta svolítið strembið. Maður þarf að læra að læra sé ég. Ætli ég fari ekki bara í skóla til þess eða bið tengdadætur mínar um aðstoð, þær hafa báðar verið í svona fjarnámi. Nóg um nám í bili.
Á sl. fimmtudag fórum við til Benedorm til að kjósa, við ætluðum nú að fara með rútu en þær voru fullar sko 2 rútur. Við vorum búin að bjóðast til að keyra fyrir Auðunn og frú sem þau svo þáðu svo við fórum bara á fína bensanum þeirra til að kjósa. Það var bara ansi gaman að fara þetta nema það var blindaþoka í Benedorm og hálf kalt með henni það létti ekki til fyrr en við vorum að fara heim aftur. Við gengum  um bæinn og fengum okkur að borða og spjalla við fólk en um 107 íslendingar kusu þennan dag, sem var alveg met hér. Svo var okkur boðið í kaffi og brandý á eftir, en ég segi ekkert hver bauð það er leyndarmál.
Svo buðu Berta og Auðunn okkur í mat á föstudagskvöldið en þau voru í húsi rétt hjá Gamla húsinu og systir Auðuns og mágur voru þar líka. Skemmtilegt kvöld og takk fyrir okkur kæru hjón. 
Annars er nú ansi lítið að frétta allt gengur sinn vanagang hér í sveitinni við fórum út að hjóla snemma í morgun áður en það hitnaði of mikið það var mjög hressandi, því ég hef ekki farið á hjólið lengi, bara leti.
Nú er tréð okkar í miklum blóma komnar margar Nísperur á það og verður gaman að smakka þær þegar þær hafa þroskast aðeins betur en Dúddi er nú farinn að borða þær honum finnst svo gott súrt.
Þetta er nú bara orðið gott hjá mér, það er jú ansi eitthvað tómlegt hérna enginn hringir, því nú eru Helga og Gummi farin heim og maður er strax farinn að sakna þeirra.
Eigið góða daga elskurnar og Guð geymi ykkur