!. desember 2012
Í dag 1. desember 2012 eru 5 ár síðan við fluttum í húsið okkar hér á Spáni, reyndar út í sveit þar sem við þekktum ekkert og engan. Komum með eina litla ferðtösku með öllum okkar eigum sem voru eftir þegar við höfðum verið rænd. Ég man eins og það hefði skeð í gær þegar við sátum fyrir framan arininn og áttum enga spýtu til að kveikja í og húsið skítkalt, komið myrkur og okkur kalt. Að við horfðum á hvort annað og spurðum okkur "Hvað erum við nú búinn að koma okkur í,,. Það var ekkert til að borða við vissum ekkert hvar búð var. Ég held að við höfum bara opnað eina rauðvín og borðað brauð þarna fyrsta kvöldið. Og það var ansi kalt að fara að sofa man ég, en við vorum með íslensku sængurnar okkar sem börguðu því sem bjargað varð það kvöldið.
Það hefur nú margt vatnið runnið til sjávar síðan og við höfum það alveg ótrúlega gott í sveitinni okkar og sjáum ekki eftir að hafa staðsett okkur þarna. Við höfum lært margt um Spán og spænska siði og kynnst einskatklega góðum og hugsunasömum spánverjum eins og Fermín og fjölskyldu, sem hafa verið okkur mjög góð og hugsa vel um okkur.
Það er margt sem rifjast upp þegar maður hugsar til baka, við erum búin að fá marga góða gesti í heimsókn til okkar og hér höfum við eignast mjög góða vini sem við hittum reglulega og skemmtum okkur með eða förum saman í ferðlög og bara út að ganga.
Á síðast laugardag t.d. héldum við uppá 60 ára afmæli Felí vinkonu okkar sem er spænsk og var maðurinn hennar og dóttir með okkur. Fyrst fórum við heim til Guðrúnar og Kára og skáluðum fyrir afmælisbarninu og síðan var farið á íslendingaball á sundlaugarbarnum. Þau skemmtu sér alveg konunglega með öllum þessum útlendingum þó þau skildu ekki eitt einasta orð allir sungu fyrir hana afmælissönginn á íslensku og Dúddi spilaði á munnhörpuna undir. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld með okkar spænsku vinum.
Dúddi og Gummi eru langt komnir með að mála Gamla húsið þetta er mikið verk og seinlegt þar sem það er allt hraunað og rimlar fyrir öllum gluggum og stólpar. Það hefur líka verið ansi kalt undanfarið og rigning öðru hvoru og verkið hefur gengið seint út af því líka. Við höfum alveg verið hér niðurfrá ég fór jú einn daginn í skólann og Helga fór með mér en ég keyrði alein fram og til baka og er bara ansi montinn af því.
Nú fer að styttast í því að við komum heim, en ég vona bara að ég komist heim til að pakka niður þeir fara vonandi að klára málverkið.
Eigið góða daga á aðventunni.
Það hefur nú margt vatnið runnið til sjávar síðan og við höfum það alveg ótrúlega gott í sveitinni okkar og sjáum ekki eftir að hafa staðsett okkur þarna. Við höfum lært margt um Spán og spænska siði og kynnst einskatklega góðum og hugsunasömum spánverjum eins og Fermín og fjölskyldu, sem hafa verið okkur mjög góð og hugsa vel um okkur.
Það er margt sem rifjast upp þegar maður hugsar til baka, við erum búin að fá marga góða gesti í heimsókn til okkar og hér höfum við eignast mjög góða vini sem við hittum reglulega og skemmtum okkur með eða förum saman í ferðlög og bara út að ganga.
Á síðast laugardag t.d. héldum við uppá 60 ára afmæli Felí vinkonu okkar sem er spænsk og var maðurinn hennar og dóttir með okkur. Fyrst fórum við heim til Guðrúnar og Kára og skáluðum fyrir afmælisbarninu og síðan var farið á íslendingaball á sundlaugarbarnum. Þau skemmtu sér alveg konunglega með öllum þessum útlendingum þó þau skildu ekki eitt einasta orð allir sungu fyrir hana afmælissönginn á íslensku og Dúddi spilaði á munnhörpuna undir. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld með okkar spænsku vinum.
Dúddi og Gummi eru langt komnir með að mála Gamla húsið þetta er mikið verk og seinlegt þar sem það er allt hraunað og rimlar fyrir öllum gluggum og stólpar. Það hefur líka verið ansi kalt undanfarið og rigning öðru hvoru og verkið hefur gengið seint út af því líka. Við höfum alveg verið hér niðurfrá ég fór jú einn daginn í skólann og Helga fór með mér en ég keyrði alein fram og til baka og er bara ansi montinn af því.
Nú fer að styttast í því að við komum heim, en ég vona bara að ég komist heim til að pakka niður þeir fara vonandi að klára málverkið.
Eigið góða daga á aðventunni.