rds Gumundsdttir | laugardagurinn 1. desember2012

!. desember 2012

etta er hsi okkar hr, a var n bleikt egar vi keyptum a
etta er hsi okkar hr, a var n bleikt egar vi keyptum a
« 1 af 14 »
Í dag 1. desember 2012 eru 5 ár síðan við fluttum í húsið okkar hér á Spáni, reyndar út í sveit þar sem við þekktum ekkert og engan. Komum með eina litla ferðtösku með öllum okkar eigum sem voru eftir þegar við höfðum verið rænd. Ég man eins og það hefði skeð í gær þegar við sátum fyrir framan arininn og áttum enga spýtu til að kveikja í og húsið skítkalt, komið myrkur og okkur kalt. Að við horfðum á hvort annað og spurðum okkur "Hvað erum við nú búinn að koma okkur í,,. Það var ekkert til að borða við vissum ekkert hvar búð var. Ég held að við höfum bara opnað eina rauðvín og borðað brauð þarna fyrsta kvöldið. Og það var ansi kalt að fara að sofa man ég, en við vorum með íslensku sængurnar okkar sem börguðu því sem bjargað varð það kvöldið.
Það hefur nú margt vatnið runnið til sjávar síðan og við höfum það alveg ótrúlega gott í sveitinni okkar og sjáum ekki eftir að hafa staðsett okkur þarna. Við höfum lært margt um Spán og spænska siði og kynnst einskatklega góðum og hugsunasömum spánverjum eins og Fermín og fjölskyldu, sem hafa verið okkur mjög góð og hugsa vel um okkur.  
Það er margt sem rifjast upp þegar maður hugsar til baka, við erum búin að fá marga góða gesti í heimsókn til okkar og hér höfum við eignast mjög góða vini sem við hittum reglulega og skemmtum okkur með eða förum saman í ferðlög og bara út að ganga.
Á síðast laugardag t.d. héldum við uppá 60 ára afmæli Felí vinkonu okkar sem er spænsk og var maðurinn hennar og dóttir með okkur. Fyrst fórum við heim til Guðrúnar og Kára og skáluðum fyrir afmælisbarninu og síðan var farið á íslendingaball á sundlaugarbarnum. Þau skemmtu sér alveg konunglega með öllum þessum útlendingum þó þau skildu ekki eitt einasta orð allir sungu fyrir hana afmælissönginn á íslensku og Dúddi spilaði á munnhörpuna undir. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld með okkar spænsku vinum.
Dúddi og Gummi eru langt komnir með að mála Gamla húsið þetta er mikið verk og seinlegt þar sem það er allt hraunað og rimlar fyrir öllum gluggum og stólpar. Það hefur líka verið ansi kalt undanfarið og rigning öðru hvoru og verkið hefur gengið seint út af því líka. Við höfum alveg verið hér niðurfrá ég fór jú einn daginn í skólann og Helga fór með mér en ég keyrði alein fram og til baka og er bara ansi montinn af því.
Nú fer að styttast í því að við komum heim, en ég vona bara að ég komist heim til að pakka niður þeir fara vonandi að klára málverkið. 
Eigið góða daga á aðventunni.
 
rds Gumundsdttir | sunnudagurinn 18. nvember2012

Gir dagar

etta er grnmeti sem vi fengum um daginn grasker, granadepli og klhaus
etta er grnmeti sem vi fengum um daginn grasker, granadepli og klhaus
« 1 af 9 »
Það er bara rólegt hér hjá okkur í sveitinni núna, fjölskyldan er reyndar í mat hjá Fermín svo það er fjör þar núna og yndislegt að heyra í þessum vinum okkar. Börnin að leika sér hér í portinu boltarnir fara hér inn til okkar og jafnvel upp á þak. Og þá er kallað á okkur að sækja þá sem er jú mjög auðvel mál. Einn daginn í vikunni fengum við gefins mikið af graskerjum, 4 frá hinum nágrönnum okkar og Fermín kom svo með eitt stórt sem hann hafði gleymt að  láta okkur fá sagði hann. Svo nú er allt fullt af graskerjum til á heimilinu, ég er nú búinn að búa til graskerssúpu úr einu þeirra og verður fljótlega búin til aftur því hún er svo góð, ég sulla bara fullt af grænmeti með og úr verður kraftmikil súpa sem er full af vítamínum.
Dúddi fór í hjóltúr um daginn og sá þá mjög margt fólk vera að vinna á einum akrinum við að að taka upp steinselju. Það er ábyggilega mikið  puð að þurfa að vera boginn allan daginn við að taka þetta upp , skera af endunum í leiðinni og setja síðan í smábúnt með teiju.
Annars hefur veðrið verið hálf leiðinlegt hérna rigning og sól til skiptis og mikill raki, það er varla hægt að hengja út þvott því rakinn er svo mikill og svo er logn þannig að það þornar bara ekkert.
Við erum orðin mjög dugleg að fara í minigolf en vinningarnir steyma nú ekkert inn eins og um daginn en það er bara gaman að fara og hitta gott fólk og vera í góðum félagsskap. Við fórum á föstudaginn til Las Mimosas og svo í heimsókn og Dúddi rétti þar smá hjálparhönd og klukkan var orðin ansi margt svo við fórum á lítinn kínverskan veitingastað og borðuðum ódýrt þar og fórum svo heim. 
Í morgun fórum við svo á markaðinn til að skoða eitt og annað  til jólagjafa og einnig keyptum  við okkur fullt af appelsínum og gulrótum. Í gær eldaði ég alveg svaka góðan kjúkling í granadeplasósu og ætla ég sð setja uppskriftina hérna á síðuna, ég veit ekki hvort hægt er að kaupa eplin heima þau eru kannski voða dýr þar en hér fáum við þau gefins af Fermín og öðrum nágrönnum.
Það er nú ekki mikið að skrifa um núna enda allt bara rólegt og lifið gengur sinn vanagang.
Eigið góða daga og farið vel með ykkur í snjónum heima og hafið það kósý. 
rds Gumundsdttir | mivikudagurinn 7. nvember2012

Haust

Fel og Eladio me krfuna sem vi gfum eim.
Fel og Eladio me krfuna sem vi gfum eim.
« 1 af 10 »
Það er komið haust á Spáni, nú rignir bara dag eftir dag og það hefur kólnað aðeins eða þannig að við erum farin að kynda húsið aðeins. Núna er Dúddi búinn að kveikja upp í arninum því það er svo gott að sitja hér í eldhúsinu og vera í tölvunni. Hitinn úti er bara um 13 stig og ansi rakt. Ég man nú varla eftir svona mörgum rigingardögum í einu síðan við byrjuðum að vera hér fyrir 5 árum, enda er þetta ekki mikið rigningarsvæði sem við erum á.
Í síðustu viku fórum við í 65 ára afmæli hjá spænskum vinum okkar henni Felí og Eladio hann átti afmæli og var okkur boðið í mat, og var hann mjög góður skinka, rækjur og ostur í forrétt, og svo ofnbakaður kjúklingur með sveppum og kartöflum voða góður, og svo spænsk kaka í eftirrétt sem Felí hafði sjálf bakað, en það er voða sjaldan sem spænskar konur baka heima hjá sér. Þetta var sítrónukaka með rjóma, kaffi og te með. Svo var skálað í kampavíni kl. 12 en þá átti hann afmæli.
Við gistum í gamlahúsinu þessa nótt og fórum svo aftur heim daginn eftir. Við gáfum þeim körfu með ýmsu góðgæti í þar á meðal rúgbrauð sem ég bakaði og þeim finnst alveg svakalega gott og kalla það á spænsku pan negro, eða svarta brauðið.
Á sl. föstudag fórum við svo aftur í gamla húsið og gistum þar tvær nætur Dúddi var að hjálpa Gumma við að sækja og koma upp kæli og hita búnaði eða loftræstingu. Við fórum á hitting og mini golfið, og viti menn ég vann kvennakeppnina á 42 höggum en parið er 48. Ég var auðvitað voða montin og fékk hvítinsflösku í verðlaun Faustino V ábyggilega gott en ég drekk bara aldrei hvítvín, hugsaði til vinkonu minnar sem var farin heim til Íslands geymi hana bara fyrir hana þangað til hún kemur aftur eða kaupi mér fínan fisk til að drekka þetta með. Við fórum líka út að borða á kínversk wok sem er voða vinsælt og er góður matur og maður getur borðað eins mikið og maður vill fyrir um 8 evrur og er þá hálf flaska af víni eða bjór innifalið, ótrúlegt og þetta er alveg svakalega gott.
Á sunnudag fóru þau svo á ströndina og í sjóinn, Dúddi, Helga og Gummi nýtt heilsuátak í gangi. Ég beið nú bara í sandinum á meðan ekkert heilsuátak þar. Við komum svo heim á mánudag þegar þeir voru búnir að koma búnaðinum upp.
Ég fór í skólann í morgun í rigningunni og gekk allt vel, en tíminn var leiðinlegur það er nýr kennari sem mér leist bara vel á fyrst en nú er hann sjálfur að æfa sig í ensku og kennir varla nokkuð í spænsku er alltaf að þýða allt fyrir þessa vitlausu breta sem eru með mér í tíma, ég var bara orðin fúl því ég fór til að læra spænku en er að verða bara góð í ensku sem mig langar bara ekkert til. Svo rugla ég öllu saman tala bæði tungumálin í einu sem er nú ekki gott æææææ, hvað er ég að kvarta ég kann þó íslensku.
Vona bara að hann fari að hætta að rigna.
Eigið góða daga og farið vel með ykkur.

rds Gumundsdttir | mnudagurinn 29. oktber2012

29. oktber 2012

Senjturnar a dansa flamenco
Senjturnar a dansa flamenco
« 1 af 10 »
Nú er búið að flýta klukkunni hér á Spáni svo nú er bara 1 klukkutíma munur á okkur og ykkur heima og er það voða gott, sérstaklega þegar mann langar að hringja í einhvern. Annars erum við voða löt að hringja því miður þó það sé nú auðvelt og ekkert dýrt gegnum það kerfi sem við notum. 
Nú er orðið voða rólegt hérna hjá okkur Helga og Lilli farinn heim og nú er lífið að komast í fastar skorður en þetta verður allt öðruvísi þegar gestir eru, þó þau séu nú í sjálu sér engir gestir kannski bara heimiliskettir eins og við hjá þeim.
Við fórum nú á einn mjög skemmtilegan matsölustað áður en þau fóru stað sem heitir Andalús og er við Punta Prima torgið. Þar eru senjórítur sem dansa Falmenco og gítaristi sem gengur á milli borða og syngur fyrir mann, þetta var voða gaman og góður matur, ég fékk mér grillaða kanínu með miklum hvítlauk.  Kári og Guðrún fóru með okkur og skemmtum við okkur öll mjög vel.
Nú á laugardaginn fórum við að venju á markaðinn í Almoradí þegar við erum hérna heimavið, og var þar ansi margt fólk enda outletmarkaður á torginu og kenndi þar margra grasa og var margt þar ansi ódýrt allt flott dót frá frægum merkjum, ég freistaðist og keypti mér eina götuskó voða fína. Svo fórum við á litla barinn og fegnum okkur tapas og kaffi og rauðvínsglas. Það var svo gaman að sitja þarna þetta var eins og að vera komin á hverfispöbbinn þarna þekktu allir alla þó þetta væri á markaðsdegi. Fórum svo til slátrarans og keyptum okkur svínakótelettur og svo var haldið heim fórum á hverfisbarinn hér og svo heim og elda. En samt allt voða rólegt og gott eins og alltaf hér í sveitinni. 
Hér er annras voða rólegt í kring það gengur vel hjá Fermín stórfjölskyldan mætir enn í mat á hverjum sunnudegi og er orðið ansi mikið fjör í börnunum þau eru öll orðin svo stór og sæt. 
Á morgun er okkur boðið í afmælisveislu til Eladio og Felí vinafólki Helgu frænku og verður gaman að hitta þau aftur og spennandi hvað við fáum að borða. Segi frá því seinna.
Eigið góða daga

rds Gumundsdttir | mivikudagurinn 17. oktber2012

Allt fullu mrverki

Mrarinn Lilli
Mrarinn Lilli
« 1 af 10 »
Það er óhætt að segja að hér sé allt á fullu, strákarnir eru að múra vegginn og það er mikið um að vera. Þið getið ýmindað ykkur Dúddi og Lilli að vinna saman, það var ekki tekinn nema hálf tími í mat. Þeir ætluðu nefnilega að fá leigðan stillas en án þess að spyrja voru þeir vissir um að hann væri alltof dýr, svo það var ætt af stað áður en síðsti bitinn var kominn niður til að ná í allt spítnadraslið í húsbóndaherberginu til að smíða hann, og viti menn hann er kominn upp og þangað á víst að henda Lilla til að klára efst á veggnum, vona bara að þetta sé nógu sterkbyggt fyrir hann, annars er allt sem Dúddi byggir 7 á rigther og 12 vindstig, en hér er nú bara sól og logn og 27 stiga hiti og þeir í sólinni og svitinn lekur af þeim.
Helga situr í skugganum og prjónar vettlinga þeir verða líklega orðnir svolítið þæfðir þegar þeir verða búnir. 
Vikan hefur annars bara verið nokkuð viðburðarrík á síðasta föstudag var þjóhátíðadagur spánverja og maður bjóst nú við að eitthvað væri um að vera svona á þeirra 17. júní en nei ekki mikið sem við  urðum vör við. Það var farið í minigolf en enginn urðu nú verðlaunin. Svo fórum við niður í Torrevieja með Helgu Og Gumma, fórum og fengum okkur tapas á góðum stað og svo gengum við niður að hafnargötunni ætluðum í göngutúr en eins og á öllum þjóðhátíðardögum þá fór að hellirigna og það var farið á næsta bar til að sitja af sér regnið. Þar fengum við Helga okkur margarítu ég í fyrsta skipti á ævinni og var hún ansi góð og gaman að fá sér drykk í svona skemmtileg glös. Þarna sátum við lengi því það rigndi svo mikið og var þetta cubvenskur bar og var þetta bara ansi gaman að lyfta sér upp í bænum. Strákarnir hlupu svo eftir bílnum fyrir frúrnar svo hægt væri að fara heim. Komum svo við hjá vinum okkar og stoppuðum þar dágóða stund. Við ætluðum nú reyndar heim en klukkan var orðin svo margt að við hentumm okkur bara í sófann hjá Helgu og Gumma. 
Á sunnudaginn fórum við í göngutúr hérna um sveitina og þá tókum við eftir hvað akrarnir hafa breyst mikið nú eru flest appelsínutrén farinn og komið kál og annar matur í staðinn og margrir akrar sem ekki hafa verið notaðir í 5 ár eru aftur komnir í notkun, þetta er kannski kreppan hér sem gerir þetta að fólk er að fá sér vinnu á ökrum sem þeir þurftu ekki að nota en hafa nú enga vinnu lengur. Þetta er eins og heima þegar allir fóru aftur að setja niður kartöflur, taka slátur og margt annað.
Annars er veðurfarið hér alveg einstakt og hefur ekki verið svona gott haust í 70 ár segja sérfræðingarnir það er sól og hitinn frá 24- 27 stig á hverjum degi, alveg dýrðlegt að fá svona gott haust.
Helga og Lilli eru hér hjá okkur þangað til á morgun þá förum við líklega með þeim í gamla húsið og verðum þar eitthvað smá patrý hér og þar eins og alltaf og svo farið í minigolf og hitting, allt bara gaman.
Eigið góða daga og Guð veri með ykkur