föstudagurinn 4. apríl 2008

Ætiþistill í sósu

Ætiþislar frá Fermín bónda
Ætiþislar frá Fermín bónda

Nú hef ég loksins orðið mér úti um uppskrift eða uppskriftir af ætiþistlum. Fór og keypti mér matreiðslubók á spönsku og reyni svo bara að þýða það sem mig langar til að elda. Þessi uppskrift er góð sem forréttur og er sett upp þannig, en við notuðum hana sem meðlæti með öndinni, þar sem enginn hafði smakkað þetta áður. Þetta er mjög gott og sósuna má alveg örugglega nota með öðru grænmeti, bara láta hugmyndaflugið ráða.

Fermín bóndi kom með fullan poka á þriðjudaginn.

Ætiþistill í rjómasósu


Alcachofas a la crema

 

1- 2 Ætiþislar á mann

50 gr. smjör

30 gr. gulrætur niðurrifnar

30 gr. laukur smátt skorin

1/2 l. mjólk

2 matsk. hveiti

2 matsk. rjómi

30 gr. parmesanostur

1 egg

Salt

 

Þegar þið hreinsið þislana hafið þá sítrónuvatn við hendina og gýmið þá í á meðan einnig má sjóðða þá uppúr sama vatni.

Vatn í skál

nokkrir sítrónudropar

þetta er gert svo þeir verði ekki svartir

Byrjið á að snyrta ætiþislana takið neðstu blöðin og þau þykkustu í burtu og takið fínu stráin sem eru í miðjunni burtu þá myndast þar lítil hola. Sjóðið þá í svona 45 - 50 mín fer eftir stærð.

Bræðið smjörið og setjið hveiti saman við, og bakið upp sósuna setjið mjólkina hægt saman við, þegar sósan er orðin passlega mjúk setjið þá gulræturnar og laukinn samman við og látið krauma hægt, passið að það brenni ekki við.

Setjið svo rjóman og eggið saman við.

Fyllið ærtþirslana með sósunni og setjið vel utan á og setjið þetta í eldfasta skál, parmesanost ofaná hvern þistil og setjið þetta í heitan ofn þangað til þetta verður gullinbrúnt.