mánudagurinn 8. desember 2008

Fiskréttur frá Spáni

Þennan rétt fann ég í norsku blaði, og er hann mjög góður, ég notaði nú bara venjulegan fisk sem hér fæst og líkist ýsu, en þessi er örugglega góður úr saltfiski.

Fiskréttur frá Spáni


600 gr. fiskiflök
4 sjallottlaukar
2 hvítlauksrif, pressuð
200 gr niðurskornir sveppi
150 gr. chorizopylsa- notið bara pepperoni
600 gr. niðurskornir tómatar
2 dl. grænmetissoð
600 gr. kartöflur í bitum
2 matsk. olívuolía
salt og pipar

Steikið laukinn, hvítlauk, sveppi og pylsuna í 3-4 mín, síðan tómatana og látið þetta steikjast í nokkrar mínútur.
Hellið grænmetissafanum, og setjið kartöflurnar útí og kryddið með salti og pipar og steikið þar til karöflurnar eru oðnar mjúkar.
Leggið fiskinn og látið sjóða þangað til fiskurinn er soðinn erða 4-5 mín. Smakkið til með salti og pipar.

Voða gott og þægilegur réttur allt til í einu, kartöflur, gænmeti og fiskur.