sunnudagurinn 2. mars 2008

Hvítlauksrækjur

Gambas, rækjur í poka og skál
Gambas, rækjur í poka og skál

Þessi réttur er algert æði. En best er að hafa hráar rækjur í hann. En hér er hægt að fá þær frosnar í pokum pillaðar og fínar. Ég hafði einn poka fyrir okkur tvö, vel ríflegt en það eru 360 gr. pokanum. Þessi uppskrift er líka úr spænsku bókinni.


Hvítlauksrækjur


Gambas al ajillo

 

 

600 gr. rækjur pillaðar helst hráar

1 bolli olivuolía

6 hvítlausrif skorin fínt í sneiðar(má hafa meira)

2 chillli pipar skornir fínt (má sleppa)

Salt

 

 

Gott að nota litlar skálar sem hægt er að hita í ofni. Þessar brúnu sem margir hafa keypt sér á Spáni.

Hitið olíuna á pönnu og setti hvítlaukinn og chillipiparinn hitið þetta saman á lágum hita þar til hefur komið gullin litur á hvítlaukinn ekki steikja hann mikið. Setjið saltið útí.

Setjið svo rækjurnar útí í nokkrar mínútur og setjið svo þetta í skálarnar heitar og borðið strax með heitu brauð og hafið smá hvítvín með mammmmmmmmmm.