fimmtudagurinn 30. ágúst 2012

Ígulkerjahrogn

Sósan búin til það var nú enginn töfrasproti til þetta er svona til að hræra mjólk í kaffi
Sósan búin til það var nú enginn töfrasproti til þetta er svona til að hræra mjólk í kaffi
« 1 af 7 »
Þetta sá ég kokkinn minn gera, þennan sem ég horfi alltaf á í spænska sjónvarpinu hann heitir Karlos og er alveg frábær það er svo gaman að horfa á hann elda mat. Maður ernú ekki alltaf með ígulkerjahrogn við hendina en það er gaman að leika sér með þetta ef fólk hefur tök á því. Það má alveg veiða þau í sjónum svona aðeins lengra en fjaran nær. Við fengum þessi fyrir neðan hundahúsið á Skarðseyrinni.


ÍGULKERJAHROGN

Ég hef engin hlutföll rétt, þetta var bara gert eftir höfðinu,

Gulrætur rifnar
Hvílaukur marinn
Perlulaukur rifinn eða skorinn smátt 
Smá olívuolía
Þetta er steikt á pönnu en ekki brúnað
Rjómi settur út í og safi úr 4 ígulkerjum
Búin til sósa úr þessu helst með töfrasprota
Ígulkerið er skorið að ofan og hrognin tekin úr og skelin hreinsuð
Sósan sett í botnin og hrognin þar ofná.
Það er reiknað með að gera úr 2 skeljum á mann.

Endilega prófið þetta ef þið hafið tök á þetta er alveg ótrúlega gott, en passið ykkur ekki nota of mikinn hvítlauk spánverjar nota hann mest sem krydd ekki eins og við að nota alltof mikið af honum það á ekki að ver hvítlauksbragð af þessu.
Verði ykkur að góðu.