mánudagurinn 18. febrúar 2008
Kjúklingabringur með appelsínum
Þessi réttur er mjög góður og auðveldur hann er ú spönsku bókinni minni góðu. Ég á nú ekki ennþá blandara svo ég hafði nú guræturnar og laukinn bara í litlum bitum, en eins og það á að vera er ábyggilega miklu betra útaf sósunni.
Prófið nú og endilega látið mig vita ef ykkur líkar þetta.
Verði ykkur að góðu
Prehuga de pollo a la naranja
Kjúklingabringur með appelsínum
4 kjúklingabringur án skinns
Salt og pipar
4 matsk. olivuolía
2 gulrætur í sneiðum
1 laukur í sneiðum
1 tesk. sykur
Safi úr 3 appelsínum
Safi úr 1 sítrónu
1/2 bolli hvítvín
Appelsínusneiðar til skauts
Saltið og piprið bringurnar og steikið þær uppúr olíunni þar til þær eru fallega brúnar.
Takið og geymið þær heitar.
Steikið gulræturnar og laukinn þar til það er mjúkt, setjið þá appelínusafann, sítrónusafann og hvítvínið á pönnuna þar til komin er góð sósa, setjið þá í blandara og kryddið með salti og pipar.
Setjið aftur á pönnuna og kjúklingabringurnar með og hitið í svona 10 mínútur eða þar til ykkur finnst kjúklingurinn orðin soðinn. hafið lok á pönnunni eða pottinum.
Sett á fat og skeytt með appelínusneiðum og hafið salat og hrísgrjón með.