sunnudagurinn 18. nóvember 2012

Kjúklingur í möndlu og granadeplasósu

Kjúklingurinn vorum bara búinn að borða heilmikið þegar ég mundi eftir að taka mynd.
Kjúklingurinn vorum bara búinn að borða heilmikið þegar ég mundi eftir að taka mynd.
Þessa uppskrift tók ég upp eftir Karlosi í sjónvarpinu líklega í fyrra og  var að finna hana núna og þar sem ég á fullt af granadeplum ákvað ég að prófa hana. Þetta  kom á óvart hvað þetta er gott. Ég sleppti nú cumin og coriander þar sem ég átti það ekki til, ég nota svo lítið svoleiðis krydd veit ég ekki hvort það hefði breytt einhverju.

Kjúklingur með möndlu og granadeplasósu 
 
2 miðlungsstór  granadepli
11/2 bolli 375 ml. vatn
1/3 bolli 75. gr. púðusykur
2 matsk. olivuolía
4 kjúklingabringur 680 gr.
1 stór laukur
2 rif hvítlaukur
1 matsk. hveiti
1 tesk. sætt paprikuduft
1 tesk. cumin
1 tesk. coriander
1/2 tesk kanill
1/2 bolli kjúklingakraftur
1/3 bolli ristaðar möndlur
1/3 ferskt coriander
Takið granadeplin í sundur og takið rauðu fræin úrog setjið 1/3 bolla af fræjum , vatn og púðusykur saman í pott og hitið saman ekki sjóða, bara hita þangað til sýkurinn er bránaður og látið standa á hita í 5 mín.
Steikið kjúklingabringurnar í helming af olíunni þanað til þær eru orðnar brúnar. Taka af pönnunni.
Hitið restina af olíunni á sömu pönnu. Steikið laukinn, hvítlaukinn þar til laukurinn er orðin mjúkur, setjið hveitið, kryddið og kjúklingakraftinn út og sjóðið saman. Setjið granatepla og sykur lögin saman við eins kjúklingabringurnar og sjóðið þetta aðeins lengur. Síðast setjið þið afganginn af fræjunum út í og möndlurnar.

Ég notaði kjúklingaleggi og sauð þetta því aðeins lengur en ef notaðar eru bringur.
Með þessu hafði ég hrísgrjón og salat. Ábyggilega gott að hafa brauð með til að ná upp sósunni en hún er svakalega góð.
 Verði ykkur að góðu og endilega ef þið prófið þetta látið mig vita hvað ykkur finnst.