miðvikudagurinn 16. apríl 2008

Önd í appelsínusósu

Andabringur með salati appelsínusneiðum og kartöflu.
Andabringur með salati appelsínusneiðum og kartöflu.
« 1 af 2 »

Þessa uppskrift hef ég notað tvisvar. Um jólin hafði ég heila önd eins og uppskriftin segir til um. Svo elduðum við Magni hana hér um daginn þegar þau hjónin voru í heimsókn en þá vorum við með andabringur, sem hann steikti á pönnu eins og myndin sýnir, þetta er voðalega gott og góð uppskrift og einföld.

Uppskriftin hér er eins og ég eldaði hana um jólin, eins og hún er í bókinni góðu.



Önd í appelsínusósu


Pato a la naranja


1 Önd sirka 2 kg.

Salt og pipar

3 matsk. oívuolía

250 ml. ný kreistur appelsínusafi

125 ml. hvítvín

1 tesk. hunang

2 1/2 matsk. brandý

Appelsínusneiðar til skrauts.

Eldunartími 1 klst.

 

Þvoið og þurrkið öndina og nuddið með salt og pipar. Stingið í læri og brjóst nokkrum sinnum, gott að gera með gaffli.

Hitið ofninn í 200 gráður, setjið öndina í ofnskúffu með bringurnar niður og eldið í 1/2. Snúið þá öndinni við og berið ólívolíunni á 10 mín. fresti, næsta 1/2 tímann. Takið öndina úr ofninum ef þið eruð viss um að öndin sé steikt. Mismunandi tímar eftir ofnum og stærð fulglsins. Haldið heitri.

Sósan: Sigtið soðið af öndinni, takið fituna í burtu og sjóðið saman hvítvín og appelsínusafann. Setjið svo hunang og brandý saman við og látið sósuna þykkna. Bragðbætið með salt og pipar. Hellið sósunni yfir öndina og skeytið með appelsínusneiðnum og berið fram strax.

Voðalega gott. Meðlætið getur verið hvað sem er og passar með appelsínum.