■ri­judagurinn 15. nˇvemberá2011

Saltfiskur me­ kj˙klingum.

RÚtturinn gˇ­i Saltfiskur me­ Kj˙klingum
RÚtturinn gˇ­i Saltfiskur me­ Kj˙klingum
Hér kemur mjög góð og nýstárlegur réttur sem er mjög góður og auðvelt að búa til.
Hann er upprunninn frá Magna Guðmunds. á Seljalandi á Ísafirði sem er mikill matmaður og frábær kokkur
og er duglegur að prufa nýjar uppskriftir og ég er svo heppinn að hann er bróðir minn og fæ því oft að smakka
margt sem hann prófar.


Saltfiskur með kjúklingum


Fyrir fjóra:

4 bitar saltfiskur ca. 125 gr. stykkið
2 litlir kjúklingar skornir í bita
2 laukar
4 Tómatar skornir í tvennt
6 rif hvítlaukur skorin eftir endilöngu
Olía
Hvítvínsedik
Salt ef þarf
Steinselja söxuð
Saltið aðeins yfir kjuklingabitana og setjið í eldfast fat og hellið olíu yfir
bakað vel í heitum ofni við 200 gr. ca. 1 klukkustund eða þar til kjúklingarnir eru orðnir vel meyrir.
Ausið yfir með soðinu sem myndast öðru hvoru.
Bætið við lauknum skorinn í fernt og tómötunum skornum í tvennt þegar 20 mínútur eru liðnar af tímanum
og haldið áfram að ausa yfir.

Þerrið saltfiskinn á meðan á bakstrinum stendur og veltið uppút hveiti steikið í vel heitri og mikilli olíu
þar til saltfiskurinn verður gullin á lit.

Bætið saltfisknum í fatið í ofninum þegar kjúklingurinn er alveg að verða tilbúin eða eftir ca. 50 mín.
Lækkið hitann og steikið áfram í ca. 10 mín.

Hitið dálítið af olíu í potti skömmu áður en rétturinn er borinn fram, steikið þar í hvítlaukinn sem skorinn
er í sneiðar eftir endilöngu, látið suðuna falla niður, setjið hvítvínsedikið í hellið þessu yfir réttin í fatinu og stráið
saxaðri steinselju yfir og berið strax fram.

Meðlæti eftir vali:

Soðin hrísgrjón
Steikt grænmeti
Rioja rauðvín ómissandi að mínu mati

Verði ykkur að góðu.