fimmtudagurinn 5. nóvember 2009

Skeljaréttur

Skeljaréttur


2 laukar smátt skornir
2 rif hvítlaukur smátt skorinn (má nota fleiri ef vill)
1 stór matartómatur, tekið af hýðið og smátt skorinn
2 matsk. olífuolía
1-2 tesk. sterkt paprikuduft
1 kg. lúða eða sandhverfaa ef einhver veit hvað það er)
kærklingur eða aðrar skejar þessar litlu hér á Spáni
20 stórar rækjur í skel eða pillaðar eins og hver vill
1/2 bolli hvítvín

Laukur, hvítlaukur og tómatur er steikur á pönnu í olífuolíu í svona 10 mínútur.
Kryddað með salti og paprikuduftinu.
Setjið þetta í eldfast fat og setjið fiskinn, rækjur og skeljar ofná
og hellið hvítvíninu ofaní, og eldið í 20 mínútur í 180 gr.
Þetta er uppskriftin úr bókinni.

Mín er svona:
Eins gert með lauk, hvítlauk og tómata steikti þetta vel setti svo hvítvínið útí
og allar skeljarnar og rækjurnar ég setti engan fisk, ég steikti þetta allt á pönnu.
Tvær sortir af litlum skeljum sem fást hér í fiskborðum ferskar og góðar, eins rækjurnar
ég hafði pillaðar.
Svo drukkum við kampavín með þessu og þetta var alveg draumur.
Ábyggilega gott á krækling, það ætla ég að prófa næsta sumar.
Verði ykkur að góðu.