ţriđjudagurinn 15. nóvember 2011

Steiktur fiskur, Pescado rebozado con morrones y salsa tártara

Spćnskur steikur fiskur Panga
Spćnskur steikur fiskur Panga
Þessi steikti fiskur er alveg voðalega góður í hann notuðum við Panga sem sem er voða góður fiskur. Það má einnig nota heima, karfa, keilu eða annan aðeins feitan fisk ekki mikið.
Uppskriftina fann ég í blaði sem eru uppskriftir frá Carlosi sem er frægur kokkur hér á Spáni og er með þætti núna á stöðinni Antenna 3 kl 12:15 alla virka daga og er mjög gaman að horfa á. Hvet ykkur konur sem búa hér að horfa á hann, maður lærir mikið um matargerð af honum, sérstaklega spænskan mat.

Steikur fiskur með niðursoðnum paprikum og sósuFyrir 4

Panga eða annar fiskur 1300 gr.
3 niðursoðnar paprikur eða krukku
4 rif hvítlaukur
4 blöð af káli þessu sem er aðins rautt í endana
2 egg
2 matskeiðar hveiti
olívuolía
salt.

Sósan
Mayones eins mikið og þið viljið hafa sósuna
2-3 litlar súrar gúrkur
10 kúlur af capers
1 lítill laukur
steinselja.

Setjið olíuna á pönnuna góðan slurk og setjið hvítlaukinn í án þess að taka utan af honum og látið hann vera á pönnunni allan tíma svoleiðis, hann á ekki að borða nema maður vilji, þetta er til að fá hvítlauksbragð af fiskinum.
Veltið fiksinum uppúr hveitinu svo egginum og steikið þar til hann verður fallegur á litinn.
Sósan:
Skerið allt smátt sem á að fara í sósuna og setjið  saman við mayonesið.

Setjið á diska þannig:
Fyrst paprikurnar fiskinn þar ofaná kálið fallega við hliðna og sósuna þar á
eða eins og þið viljið hafa það.

Það má líka búa til mayonesið
2 egg
smá vínedik
vatn
og olíu
hrærið saman í blandara.

Verði ykkur að góðu