miðvikudagurinn 13. febrúar 2008

Ungversk svínagullas með eplum

Þessa uppskrift fann ég í bresku blaði sem gefið er út hér á Costa Blanca, en þau eru nokkur og flest ókeypis. Það eru oft góðar uppskriftir í þeim, svona lagaðar að spænskri matargerð. Þetta er mjög gott svona sætt sterkt.



Ungversk svínagúllas með eplum


750 gr. svínagúllas

2 epli afhýdd og skorin í bita

3 matsk. olívuolía

2 meðalst.laukar

2 matartómatar afhýddir og skornirí bita

1 grænn pipar

2 tesk. paprikuduft

1 bolli hvítvín (má sleppa)

2 bollar af sýrðum rjóma

Salt

Hveiti

 

 

Kjötinu er velt uppúr hveiti og steikt í olíunni á pönnu. Setjið kjötið í pott,  brúnið laukinn tómatana, eplin og græna piparinn á pönnu þar til það er orðið mjúkt.

Setjið paprikuduftið, saltið og vínið og látið sjóða í nokkrar mínútur og hellið svo yfir kjötið.

Látið sjóða í 25 mín. og setjið þá sýrða rjómann út í  og soðið  lengur eða þar til kjötið er orðið meyrt.

Svona gerði ég það en bretar setja þetta í ofnfat og elda þetta í ofni sem má líka gera.

Fyrst kjötið svo grænmetið og sýrðarjóman síðast til að fá sósuna.

En með þessu er gott að hafa salat og hrísgrjón.