mi­vikudagurinn 13. febr˙ará2008

Ungversk svÝnagullas me­ eplum

Þessa uppskrift fann ég í bresku blaði sem gefið er út hér á Costa Blanca, en þau eru nokkur og flest ókeypis. Það eru oft góðar uppskriftir í þeim, svona lagaðar að spænskri matargerð. Þetta er mjög gott svona sætt sterkt.Ungversk svínagúllas með eplum


750 gr. svínagúllas

2 epli afhýdd og skorin í bita

3 matsk. olívuolía

2 meðalst.laukar

2 matartómatar afhýddir og skornirí bita

1 grænn pipar

2 tesk. paprikuduft

1 bolli hvítvín (má sleppa)

2 bollar af sýrðum rjóma

Salt

Hveiti

 

 

Kjötinu er velt uppúr hveiti og steikt í olíunni á pönnu. Setjið kjötið í pott,  brúnið laukinn tómatana, eplin og græna piparinn á pönnu þar til það er orðið mjúkt.

Setjið paprikuduftið, saltið og vínið og látið sjóða í nokkrar mínútur og hellið svo yfir kjötið.

Látið sjóða í 25 mín. og setjið þá sýrða rjómann út í  og soðið  lengur eða þar til kjötið er orðið meyrt.

Svona gerði ég það en bretar setja þetta í ofnfat og elda þetta í ofni sem má líka gera.

Fyrst kjötið svo grænmetið og sýrðarjóman síðast til að fá sósuna.

En með þessu er gott að hafa salat og hrísgrjón.


mßnudagurinn 21. jan˙ará2008

Kanina me­ m÷ndlusˇsu

KanÝna me­ m÷ndlusˇsu
KanÝna me­ m÷ndlusˇsu
Þessa uppskrift prófuðum við Helga líka í haust. Hún er úr bókinni minni góðu.
Við höfðum aldrei eldað kanínu bara borðað hana á veitingastöðum, þá aðallega með miklum hvítlauk en mér finnst hún mjög góð og minnir svolítið á kjúkling. Kjötið er ljóst og mjúkt.
Ég veit nú ekki hvort það eru seldar kanínur á Íslandi en þið ættuð að prófa þetta ef þið sjáið kanínu í búð, það er alveg þess virði. Nema kannski þeir sem eiga þær fyrir gæludýr.
Í þessum uppskriftum er mikill hvítlaukur en hann er mikið borðaður hér eins og flest ykkar vitið, hann er líka góður við kvefi og ýmsum öðrum hvillum.

Kanína með möndusósu


1 kanína skorin í hæfilega bita
Salt og pipar
1/2 bolli olívuolía
2 laukar saxaðir
5 rif hvítlaukur saxaðir
1 matsk. hveiti
250 gr. matartómatar afhýðaðir og skornir í bita
1 bolli hvítvín
250 ml. vatn
100 gr. möndlur saxaðar
2 greinar Timjan
1 lárviðarlauf
1 matsk. möndluflögur


Nuddið kanínubitana með salti og pipar, og steikið í góðum potti úr olíunni vel á öllum hliðum.
Setjið laukinn og hvítlaukinn saman við og steikið smá stund. Setjið þá hveitið og tómatana út í og hrærið vel.
Síðan hvítvínið og 250 ml. af vatni, timjan, lárviðarlauf og möndlurnar söxuðu, bragbætið með salti og pipar ef vill.
Þetta er síðan soðið saman í 45 mínútur. Áður en þið berið þetta fram takið þá timjangeinarnarog lárviðarlaufið upp úr, og stráið mönduflögunum yfir.
Með þessu höfðum við soðnar kartöflur, tómatsalat og brauð. Og eitthvað gott að drekka.

Tómatar með hvítlauk
1 stór matartómatur afhýðaður og skrorin í sneiðar
4 rif hvítlaukur
2 matsk. vínedik
Salt og pipar
Cumin og paprika bara lítið
4 matsk. ólífuolía
400 gr. venjulegir tómatar

Mixið saman matartómatinn og hvítlaukinn. Setjið síðan edikið, salt , pipar, cumin, paprikuduft og olívuolíuna saman við.
Skerið niður venjulegutómatana og setjið á fat, og hellið tómatmixinu yfir skeytið með persillu.
Mjög gott. Má nota með mörgum mat.


fimmtudagurinn 10. jan˙ará2008

Kj˙klingur me­ humar og s˙kkula­i

Kj˙lingur me­ humar og s˙kkula­i
Kj˙lingur me­ humar og s˙kkula­i
Hér hef ég hugsað mér að skrifa þær uppskriftir sem ég er að prófa hérna. Þetta verður svona hugleiðing um mat og annað sem okkur finnst vera gott. En ég sé margt hér í spænskum, enskum og norskum blöðum sem ég prófa, og reyni að þýða.
Ekki verður þó allt uppá dl. og mg. Hér er líka allt hráefnið mjög gott og ferskt, þannig að hér er gott að búa til veislumat, og ekki spillir verðið á hráefninu.
Fyrsta uppskriftin er úr bókinni Culinaria Spain, sem ég fékk að gjöf frá fyrrum samtarfsmönnum mínum á bæjarskrifstofunni og við Helga elduðum hér í október. Óvenjulegur en mjög góður kjúklingaréttur.

Kjúklingur með humar

1 stk. kjúklingur stór
Salt og pipar
1/2 bolli ólívuolía
1 stór laukur
2 matartómatar afhýðaðir og skornir í bita
1/2 bolli hvítvín sætt
250 ml. kjúklingasoð
1 lárviðarlauf
2 rif hvítlaukur, setjið fleiri ef vill
1 matsk. saxaðar möndlur
Saffran nokkrir þræðir
50 gr. dökkt súkkulaði 70%
1. matsk. brauðrasp fínt
1 matsk. steinselja
1 matsk. Brandy eða Coníak
Nokkrir humrar eftir stærð eða rækjur

Hreinsið kjúklinginn og skerið í bita og nuddið með salt og pipar. Steikið kjúklinginn á pönnu í olíunni svo hann verði brúnn og lækkið svo hitann, setjið laukinn saman við síðan tómatana og sjóðið saman stutta stund.
Setjið síðan hvítvínið, kjúklingasoðið og lárviðarlaufið saman við og sjóðið áfram í 15 mín.
Setjið hvítlaukinn, möndlur, saffran, súkkulaði, raspið, steinselju, brandy og smá af olíunni saman í mixara svo það verði að þykkum massa.
Setjið þetta í pottinn til að búa til sósuna, setjið síðast í humarinn eða rækjurnar og sjóðið lítið saman.
Bragðbætið með salti og pipar ef þarf.

Með þessu höfðum við brauð, salat og hrísgrjón og auðvitað gott rauðvín.
Þetta lítur út fyrir að vera smá mas en er alveg þrælgott.
Verði ykkur að góðu.


Fyrri sÝ­a1
2
NŠsta sÝ­a
SÝ­a 2 af 2