27.03.2009 - 14:46
Auðun&ísbjörninn
Eitt af því sem ég hef mjög gaman að gera í sambandi við ljósmyndun, er leikhúsljósmyndun. Þar nær maður lífi og list saman og vonandi einhverri tilfinningu með. Gefandi starf og höfum við Elfar Logi svolítið verið að leika okkur að þessu, en hann er einmitt aðalleikari Vestfjarða. Með orðinu aðalleikari meina ég það að hann er AÐAL leikarinn okkar! Hann er alltaf að, og gerir ýmislegt sem manni dytti ekki í hug að einn maður raunverulega gæti. Á hann að vísu góðann stuðning konu sinnar. Alltaf þegar hann lætur heyra í sér með nýtt verk, verður maður spenntur og setur í gírinn. Auðunn&ísbjörninn er næstur á dagskrá!
Allt um sýninguna og miðakaup hér!
Allt um sýninguna og miðakaup hér!