10.12.2014 - 09:16

Myndavélalaus :(

Ein af seinustu myndunum sem ég tók
Ein af seinustu myndunum sem ég tók

FJANDINN! Þar kom að því að eitthvað gerðist í mínum myndaævintýrum, en aldrei hef ég skemmt vél....áður! Vélin mín endaði í skafli í gær við vinnu og nú fúnkerar hún ekki, ekki neitt! Sennilega hefur komist í hana bleyta og eitthvað skemmst. Ég er alveg ónýtur yfir þessu þar sem fjárlögin leyfa engin frávik þangað til ég er búinn í þessari blessuðu aðgerð. Að vera myndavélarlaus er eitthvað sem ég get ekki hugsað mér, en góður maður hér í bæ, ætlar að hjálpa mér yfir þær tökur sem ég á eftir fram að jólum með því að leyfa mér að nota sína vél þegar á þarf a halda til að klára það sem maður var búinn að lofa. Auðvitað á maður að eiga backup myndavél, en það hefur bara ekki verið svigrúm til þess síðustu ár á meðan við hjónin erum í námi. Þannig að ekki búast við mörgum myndum frá mér næstu vikur og fram á vor, því þann 16. janúar fer ég í gifs í 3 mánuði og sé ég ekki fram á að geta keypt mér aðra vél fyrr en ég kemst á fætur aftur og get farið að vinna, í vor. Helvítis fóturinn neitar að læknast og ætlar læknirinn að stífa næsta lið fyrir neðan núna. Hérna má lesa slysasöguna mína sem ég skrifaði upp fyrir síðustu aðgerð.

Nú er bara að vona að tryggingarnar bæti mér tjónið, en það vill svo vel til að ég er kaskótryggður. Svo er bara að finna mismuninn og kaupa einhverja ágætis vél :)

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun