24.11.2013 - 13:13

Námskeið í uppáhalds forritinu mínu

Jamm, ætla að láta reyna á að halda mitt eigið námskeið í uppáhalds forritinu mínu, Lightroom. Þetta forrit nota ég á hverjum degi fyrir alla umsýslu mynda minna og oftast heldur fólk að ég sé að "photoshoppa" en það er bara ekki rétt, ég nota þetta svona 95% á allar mínar myndir og opna aðeins Photoshop fyrir stærri aðgerðir, eins og að eyða hlutum út og þannig, ef með þarf. Lightroom nota ég í allt ferlið, en ég byrja á því að setja myndirnar inn í tölvuna þar og merki þær allar í bak og fyrir svo það sé auðvelt að leita í þeim síðar meir. Set á þær copyright og þannig. Þannig að Lightroom er líka mitt "Library" yfir allar mínar myndir.

Svo fer öll myndvinnsla fram þar, en þetta forrit býður upp á öflugan myndvinnsluhluta, þar má stilla háljós og skugga, alla liti, rétta af sjóndeildarhring og skera niður(kroppa) í þeim stærðum sem maður óskar, ásamt mörgu öðru. Svo skerpi ég og skelli linsuleiðréttingu á líka, þannig að það er oftast lítil þörf á að leita í annað forrit.

Eftir vinnsluna er svo unnið að því hvernig maður kemur myndinni frá sér, en Lightroom er bæði með öflugann "export" möguleika til að geyma myndina í þeirri stærð/gerð sem maður vill, og svo má líka prenta beint út úr forritinu á auðveldann hátt, með mörgum útkomumöguleikum.

 

Þetta ætla ég allt að fara yfir og þú lært og notað áfram á þínar myndir :)

 

Endilega kynntu þér námskeiðið og skráðu þig, ef þú hefur áhuga á ljósmyndun og vilt bæta við það sem þú veist fyrir!

 

Þetta verður fyrsta námskeiðið af nokkrum og munu þau öll haldast í hendur, en í því næsta mun ég fara á næsta skref í ljósmyndaferlinu og verður þetta námskeið frábær grunnur fyrir það.

 

Þetta námskeið verður haldið þann 30. nóvember 2013 á milli 13 og 17.

 

Kynntu þér málið!

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun