27.09.2013 - 11:53

Viðskiptalögfræðan mín

Hrefna tekur við verðlaununum
Hrefna tekur við verðlaununum
1 af 5

Það er á stundum sem þessum, að stoltið og ástin ber mann ofuliði og maður verður væminn og þakklátur. Það er svosem í lagi, er orðinn 41 árs gamall og vel mjúkur og bara ánægður með það.

Við Hrefna kynntumst snemma á þessari öld og urðum perluvinir og síðar par. Við höfum gengið í gegnum súrt og sætt og alltaf haldið velli. Prófað að flytja til annara landa og fylgdi hún mér í nám til Danmerkur árið 2003 og fór að leita sér að vinnu og lengi vel bar hún út blöð eldsnemma á morgnana í allskyns veðrum og svo síðar vann hún á hóteli. Afhverju er ég að minnast á þetta allt saman? Ég er bara að benda á hversu dugleg hún er, en það hefur einkennt hana í gegnum árin hversu vinnusöm og samviskusöm hún er. Aldrei er hún veik og missir afar sjaldan dag úr, ég eiginlega man ekki eftir því.

Þegar hún ákvað að skella sér í nám hvatti ég hana eindregið til þess, því það var alveg á hreinu að hún myndi massa það eins og annað. Sem hún svo gerði með útskrift sinni núna fyrir hálfum mánuði með BS í viðskiptalögfræði og tók það á svokallaðaðari hraðferð, en hún skrifaði sína ritgerð í sumar með vinnu. Náði góðum einkunum og fékk verðlaun fyrir árangurinn. Þetta hefur hún flest allt saman gert, á meðan ég hef stundað mitt nám í Danmörku og verið að vinna á Ísafirði, ein með Sögu og Ísar.

 

Mig langaði bara að skrifa nokkur orð til þín Hrefna mín og þakka þér falleg orð í minn garð í ræðunni sem þú hélst fyrir þína deild í útskriftinni fyrir fullum sal og fórst létt með, þegar ég sá þig halda þessa ræðu sá ég greinilega hversu langt þú ert komin og full sjálfstrausts.

 

Innilega til hamingju með árangurinn, ég hef fulla trú á þér, að þú takir Masterinn í vetur og rúllir honum upp, eins og öllu öðru sem þú tekur þér fyrir hendur <3

 

Læt svo fylgja með nokkrar myndir sem við tókum við tilefnið.

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun