16.01.2013 - 15:36

Danmörk - Taka 2

Dönsk tré
Dönsk tré

Já, það er þannig, kominn til Danmerkur í skólann aftur. Bloggið dó aðeins í desember vegna anna en nú skal snúið aftur. Skólinn hófst í síðustu viku, er á önn 2 hérna í Medieskolerne í Viborg. Gengur fínt og mikið að gera, bekkurinn er í 2 hollum og er ég úti í dagsljósinu eða þannig, erum að vinna með teknískar vélar núna og gera vörureportage, bara fínt, engin læti og allt á hraða danans. Allavega aðeins rólegra heldur en síðasta önn, en þetta er mátulegt bara til að geta vandað sig. Svo eftir næstu viku förum við í stúdíókúrsa sem mig hlakkar mjög mikið til, bæta aðeins í reyslubankann í þeirri deildinni. 

 

Sakna auðvitað fjölskyldunnar, en eins og Saga Líf sagði, "Pabbi, þetta er bara helmingi styttra en síðast" - 2 vikur af 10 að verða búnar og ég verð kominn heim áður en ég veit af!

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun