07.08.2011 - 19:22

Ég hélt út til náms

"Dagheimilið"
Það verður ekki af manni tekið, maður lætur stundum vaða í ævintýr. Þegar Hrefna komst inn í lögfræðina spurði ég hana hvað henni fyndist um að ég sótti um í ljósmyndanám í Danmörku. Hrefna var auðvitað alsæl með að hafa komist inn í sitt nám og sagði mér til undunar já, svo lengi sem við höfum efni á því. Sennilega hefur gleðivíma hennar eitthvað með þetta svar að gera, en hvað um það, hér er ég og er ég henni þakklátur. Hrefna mun að sjálfsögðu búa á Bifröst, en þar er mjög svo vænt umhverfi fyrir hana til náms og að sjá um börnin, en það má líkja því við að búa í bómull, að búa á Bifröst. Þar er allt í 2-3 mínútna fjarlægð og gott fólk allt í kring.

Allavega, að þá hefur allt gengið að óskum hingað til. Ég flaug til Billund aðfararnótt laugardags og sótti hann Óli Páll fjölskylduvinur minn mig þangað. Við héldum svo til Randers þar sem ég hitti Sissu konuna hans, sem BTW passaði mig sem barn, og dóttur þeirra Guðrúnu Þórey. Þar eyddi ég svo restinni af helginni í góðu yfirlæti, takk fyrir það Óli&Sissa. Svo skutluðu þau mér hingað í skólann líka núna áðan, sögðu mér að þau yrðu nú að koma mér alla leið!
Ég tékkaði mig svo inn á Skolehjemmet og komst að því að ég fékk eins manns herbergi, sem ég kann einkar vel við, gamli maðurinn :) En flest herbergin eru víst 2ja manna, gott mál. Búinn að koma mér fyrir og ætla svona aðeins að lýta í kringum mig í kvöld. Svo byrjar skólinn í fyrramálið, maður er nú búinn að fá nett panic attacks yfir þessu öllu saman, en ég ætla að taka íslendinginn á þetta og segja, ÞETTA REDDAST!

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun