27.02.2008 - 14:59

Ég segi nei

Arnarfjörður
Arnarfjörður
Margir segja að olíuhreisnistöðin sé lausnin og má það vel vera. En það er ein hugmynd í sarpi Framtíðarlandsins sem vekur upp áhuga hjá mér, og er það netþjónabú. Jú okkur skortir hringtenginguna á ljósleiðaranum. Jú þetta þarf víst rafmagn, Jú gott væri að hafa sæstreng til útlanda héðan. Eru þetta ekki yfirstígandi vandamál rétt eins og að reisa hér olíuhreinsistöð, annaðhvort í Arnarfirði, sem er by the way fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar. Nú eða Dýrafirði, sem ég bara get ekki séð fyrir mér. Nú er verið að semja um og reisa fyrsta netþjónabú landsins í Reykjanesbæ, getum við ekki leitað til þeirra eftir hjálp og ráðum?

Ég vil svo taka það fram að ég hef sjálfur kynnst því að búa nálægt svona stöð. Þegar ég var við nám í Danmörku bjó ég í litlum bæ er nefnist Børkop og er á Jótlandi. Í 21km fjarlægð frá bænum var olíuhreinsistöð, nánast alveg inn í bænum Fredericia. Sú stöð var hvorki fögur sjón, dag eða nótt. Og ekkert þar í kring, deyjandi hverfi það sem var nálægast stöðinni. Að ég tali nú ekki um lyktina. Finn hana enn þegar leiði hugann að þessu. Frekar ógeðslegt dæmi að mínu áliti.

 

Hentar svona stöð landshluta sem er með yfirlýsta stefnu um stóriðjuleysi. Landshluta sem með sanni getur státað sig af hreinni og tærri náttúru?


Áður en flanað verður á eina lausn, því ekki að kanna fleiri möguleika sem eru í stöðunni? Þurfum við virkilega að stilla okkur upp í fylkingar, með eða á móti ? Og halda áfram að þrasa eins og okkur er einum lagið?

Á meðan ekkert annað er kannað segi ég nei.

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun