06.03.2008 - 16:47

Exposure - frægur á Ísafirði

Myndin á Kaffi Edinborg
Myndin á Kaffi Edinborg
Blaðaviðtal í bæjarblaði er skemmtileg upphefð. Ég varð þess heiðurs njótandi í þessari viku að hafa verið valinn í blaðaviðtal hjá Bæjarins Besta hér í bæ og tók hann Smári Karlsson viðtalið við mig. Finnst mér Smári skemmtilegur penni og er mjög ánægður með orðalagið og val hjá drengnum og fannst mér ég sjálfur nokkuð spennandi við lesturinn, þó mér þyki það ekki dags daglega. Hafðu þökk fyrir það kæri Smári. Með viðtalinu voru birtar einar 10 myndir, 9 eftir mig og ein tekin af vini, af mér. Þekur þetta heilar 2 síður í blaðinu og kemur bara skrambi vel út. Já maður er þá sennilega orðinn frægur á Ísafirði eins og sami aðili er tók myndina af mér sagði við mig þegar ég nefndi þetta viðtal við hann.

Svo var ég að selja honum Erik á Kaffi Edinborg eina mynd og lét hann prenta hana á striga og kemur það alveg merkilega vel út. Hengur hún þar undir ljósum á bak við barinn og sómir sér bara nokkuð vel. Hann karl faðir minn skreytir einnig stofuna sína með myndum prentuðum á striga teknar af mér og má segja að það sé mín fyrsta "ljósmyndasýning". Mjög gaman að sjá svona margar myndir eftir mann í einu en hann er með 6 myndir að mig minnir.

En talandi um sýningar, að þá tek ég þátt í tveimur sýningum um páskana. Á kaffihúsinu Langa Manga ætla ég að sýna 12 myndir sem eru prentaðar á striga og mun sú sýning að mestu innihalda landslagsmyndir og nefnist sýningin NV Vestfirðir.

Svo verður samsýning ljósmyndara og áhugaljósmyndara á Vestfjörðum í Edinborgarhúsinu á Kaffi Edinborg. Ekki er fjöldi ljósmyndara alveg komin á hreint en hver má sýna fjórar myndir og ætla ég að vera með svarthvíta umhverfisportretta.

Spennandi tímar framundan, get ekki sagt annað :D

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun