25.11.2012 - 11:52

Facebook - Að Like-a eða ekki Like-a

Ég lokaði Facebook aðganginum mínum um daginn. Var þetta partur af meistaramánuðsátaki, en ég setti mér þetta takmark því ég var orðinn eitthvað þreyttur á hávaðanum í Facebook. Með því að segja hávaði, meina ég að mér fannst þetta orðið áreiti og má segja að þetta hafi líka verið mér sjálfum að kenna, ég var með allt of marga "vini", og margir af þeim voru bara að skoða hjá mér myndir og ég þekkti þá ekki neitt. Þannig að newsfeedið mitt var oftast fullt af statusum og skoðunum hjá fólki sem ég þekkti ekki. Maður hefði líka getað sett "hide" á fólk til að sjá ekki hvað kom frá þeim, en einhvernveginn komst ekki upp á lag með það, fannst líka einhver óvirðing falin í því, og samviska mín leyfði mér ekki heldur að henda þeim af vinalistanum :) Reyndi einu sinni að taka til á vinalistanum en fékk alltaf hálfgerðann móral.

 

En satt best að segja, að þá var þetta kærkomin hvíld, þessi meistaramánuður, svo góð að hún leiddi af sér ákvörðun...

 

Núna ætla ég að breyta til, ég ætla að eyða núverandi Facebook aðganginum mínum og stofna nýjan, þar sem ég ætla að aðskilja sjálfan mig aðeins frá myndunum mínum og hafa bara það fólk sem ég þekki persónulega, þannig að ef að við þekkjumst, endilega leitaðu mig uppi á Facebook og verum vinir þar líka, ég ætla svo að gera mitt besta við að finna ykkur :)

 

Við ykkur hin, sem að ég þekki ekki, þessi ákvörðun er ekki persónuleg árás á ykkur, heldur partur af tiltekt í eigin lífi. Ég verð alltaf mjög þakklátur fyrir áhugann á ljósmynduninni minni og vona að þið kíkið við af og til eða setjið Like á Gusti photography!

 

Og já, ég er líka á Google+ :)

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun