10.08.2012 - 10:33

Galtarviti lighthouse ljósmyndasýning

Galtarviti í Keflavík
Galtarviti í Keflavík

Ég er að sýna 12 myndir sem allar eru teknar í sumar á Galtarvita. Myndirnar hanga uppi út Ágúst í Hamraborg á Ísafirði.

Hérna er texti sem fylgir sýningunni: 

"Enginn lýsir þögninni, sem umlykur Galtarvita, eitt afskekktasta byggða ból landsins. Hér er sú þögn, sem aldrei verður í fjölmenni, það er í henni hreyfing, ljúf og góð, sem helst má líkja við bylgjuhreyfingu túngresisins á lognkyrrum sumardegi".

Óskar Aðalsteins rithöfundur 
vitavörður á Galtarvita 1953 – 1977
 
 

Galtarviti á Vestfjörðum stendur í Keflavík sem er vík út af Súgandafirði. Víkin snýr á mót opnu hafi og eru siglingar skipa tíðar fram hjá vitanum. Aðeins er hægt að komast til Keflavíkur gangandi, á snjósleða eða sjóleiðina þegar veður er gott.

 

Ólafur Jónasson, bróðir Ágústar hefur undanfarin ár haldið uppi óeigingjörnu listastarfi á vitanum. Þangað hafa fjöldinn allur af listamönnum komið til að upplifa hina einsöku kyrrð sem svæðið hefur upp á að bjóða og iðka list sína án allar utanaðkomandi truflunar. Einnig hafa verið haldnar þar sýningar og listviðburðir af ýmsum toga.

 

Ágúst Atlason hefur ljósmyndað síðan 1996. Ágúst nemur nú ljósmyndun í Medieskolerne í Viborg í Danmörku og útskrifast hann 2014. Hefur hann lagt mikla áherslu á Vestfirði í sinni ljósmyndun, bæði landslag, fólk og menningu. Ágúst hefur haldið fjölda sýninga um alla Vestfirði og einnig komið að útgáfu matreiðslu- og menningarbókarinnar Boðið vestur, sem inniheldur um og yfir 250 ljósmyndir, allar teknar af Ágústi.

 

Vill Ágúst með þessari sýningu styrkja og vekja athygli á því listastarfi sem Ólafur Jónasson heldur úti á Galtarvita.

 

Sýningin er sölusýning og rennur allur ágóði til styrktar listastarfinu í Galtarvita.

 

Hver mynd kostar 16.000 og eru 3 eintök seld af hverri mynd.

 

Vinsamlegast hafið samband í síma 8404002 eða í gusti@gusti.is

Hérna er slideshow af myndunum sem eru sýndar, mæli með full screen möguleikanum þarna niðri, hægra megin: 


Galtarviti Keflavík - Images by Agust Atlason

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun