06.11.2012 - 12:09

Grænlandsferð 2010 - Dagur 4 - Slideshow

Forvitnir Kúlusúkkarar
Forvitnir Kúlusúkkarar

Jájá áfram gengur þetta með myndvinnslu á grænlandsmyndum. Er á meðan er :) Hérna kemur seinasti dagurinn í mannabyggðum. Þessi syrpa er frá bænum Kulusuk og stoppuðum við þar á meðan við biðum eftir farþegunum, en flugvöllurinn er staddur þarna fyrir ofan bæinn. Við Rúnar lentum einmitt þarna fyrir 3 dögum. Þessi bær er svolítið spes, kirkjugarðurinn er eiginlega inn í bænum og er það fyrsta sem þú sérð ef þú kemur frá flugvellinum. Þarna búa um 300 manns. Það var afar áhugavert að ganga þarna um og mynda, og væri ég til í að koma þarna um vetur líka, einhvern daginn.

 

Hérna má svo sjá hina dagana 3 í safninu:

 


08.16 2010 - Images by Agust Atlason

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun