25.06.2010 - 15:15

Hjálp óskast

Stundum leiðir ljósmyndunin og þörfin fyrir að skapa, mann út í óvissuna. Maður er alltaf að finna nýjar hugmyndir til að vinna að og eru 2 nokkuð stórar hugmyndir núna á teikniborðinu. Önnur fer fram núna í endaðan júní og heldur áfram í júlí og jafnvel byrjun ágúst. Sú seinni fer af stað í haust, september/október. Þetta verður eflaust skemmtileg vinna og lærdómsrík og langar mig að finna ungt fólk sem væri til í að aðstoða mig og fá reynsluna að launum ásamt aðgangi að græjunum mínum og hvernig er að vinna á setti. Get því miður ekki greitt nein laun í formi peninga en eins og ég sagði áður að þá getur smá reynsla verið dýrmæt :) Þetta er alls ekki erfið vinna, né mikil, heldur fyrst og fremst skemmtileg og fræðandi um hvað þetta snýst allt saman.

Þegar ég var að fikra mig áfram var ég svo heppinn að fá að aðstoða Spessa þegar hann var að gera kvenhetju seríuna sína og fannst mér það rosa fín upplifun og góð reynsla og núna bara fyrir stuttu síðan aðstoðaði ég hann við myndatökur á BÍ/Bolungarvík dagatalinu bara til að ná mér í smá lærdóm og kom sér það vel fyrir mig og safnaði upplýsingum í reynslubankann. Með því að vera að leita að hjálp í þetta er ég þó ekki að setja mig á sama stall og meistari Spessi heldur langar mig að miðla því sem ég kann til yngra fólks og vonandi vekja hjá því áhuga á ljósmyndun hérna fyrir vestan.

Ef að þú ert strákur/stelpa sem hefur áhuga á þessu og býrð á Ísafirði, þá vinsamlegast hafðu samband og ræðum málin, væri gott að fá í pósti svona sirka hvað þið hafið verið að gera áður í ljósmyndun :)

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun