15.12.2008 - 15:31

Jólasveinar Grýlusynir í Tjöruhúsinu

Elfar Logi
Elfar Logi
Ég var heppinn, en það kemur stundum fyrir. Ég vann í einhverskonar happadrætti, en það kemur aldrei fyrir mig. Þessvegna ætla ég að splæsa heilu bloggi í fagnaðarlætin. Ég vann 2 miða á sýningu Elfars Loga Kómedíumeistara, Jólasveinar Grýlusynir. En öðlingurinn Elfar, bætti við einum miða í vinninginn, þannig að Ég, Hrefna&Saga Líf skelltum okkur í leikhús í gær. Við mætingu byrjaði stemmingin, en Billa stóð í dyrunum í sínu fínasta jóladressi og bauð okkur velkomin í leikhús. Boðið var upp á léttar og ódýrar veitingar áður en sýning hófst. Elfar tók þetta svo með stæl eins og oft áður og skemmtum við okkur konunglega yfir hinum og þessum karakterum ásamt jólasveinunum öllum. Var þetta kærkomin sunnudagsskemmtun og smellti ég þessu í myndasyrpu sem má nálgast hérna.

Endilega kíkið á dagskránna og skellið ykkur á skemmtilega sýningu.

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun