01.10.2012 - 08:53

Lífið og tilveran

Langur vegur framundan!
Langur vegur framundan!
Já hvað haldið þið maður, ég lokaði Facebook aðganginum mínum. Hversu lengi veit ég ekki, og afhverju? Bara kominn tími á smá pásu, vera duglegri hérna á gusti.is og prufa að koma efninu frá sér hér í smá stund. Setti þetta blog upp fyrir löngu síðan og ég nota það lítið og ætla ég að reyna að bæta úr því. Eins ætlum við konan að taka þátt í meistaramánuðinum og setja okkur nokkur takmörk, eitt af mínum var minna Facebook, en tók það bara alla leið og lokaði, tímabundið þó. Facebook síðan Gusti photography er enn uppi og er aldrei að vita nema eitthvað vinnutengt birtist þar svona af og til þennan mánuðinn :)

Þessi meistaramánuður kemur samt upp á fínum tíma, ég er að fara í aðgerð á fæti eftir einn mánuð vegna gamalls vinnuslyss sem hefur verið að hrjá mig ansi lengi og er ég kominn á síðasta snúning í þeim málum, það er erfitt að vera haltur ljósmyndari og kominn tími á að láta laga þetta almennilega. Þannig að ég ætla að koma mér í betra form þessa 30 daga fram að aðgerð til að vera betur í stakk búinn til að takast á við  bataferlið þegar það hefst :)

Bestu kveðjur til ykkar og áfram ég! 

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun