17.10.2008 - 08:16

Ljósmyndakast Krumma

Ísafjörður
Ísafjörður

Tekið af vef Ísafjarðarbæjar:

"Ljósmyndakast Krumma verður í næstu viku í tengslum við hátíðina Veturnætur. Um er að ræða eins konar ljósmyndamaraþon í nýfátækum stíl, og er hugmyndin sú að áhugasamir ljósmyndarar meldi sig inn til Krumma, sem fullu nafni heitir Hrafn Snorrason, og fái hjá honum verkefni við hæfi. Hver og einn ljósmyndari tekur svo eina mynd með ákveðnu þema sem Krummi útdeilir og skilar henni til kaststjóra. Myndirnar verða síðan prentaðar út, settar í papparamma og hengdar upp í versluninni Hamraborg á upphafsdegi Veturnátta. Að hátíð lokinni fá ljósmyndararnir myndirnar afhentar til eignar. Rammarnir eru hannaðir, framleiddir og gefnir af fyrirtækinu Formfast.

 

Hámark 40 ljósmyndarar taka þátt í leiknum. Ekki eru um keppni að ræða, heldur er verið að reyna að fá fólk til að fara úr húsi og taka skemmtilegar myndir sem verða svo til sýnis fyrir bæjarbúa. Köstum okkur í þessa skemmtun og rífum okkur upp úr hversdeginum og myndum það sem okkur er kært og gaman gæti verið að eiga seinna meir. Myndirnar verða  síðan afhentar Ljósmyndasafni Ísafjarðar til varðveislu.

 

Afhending gagna fer fram mánudaginn 20. október klukkan 17 og skila þarf inn myndum fyrir klukkan 19 miðvikudaginn 22. október. Áhugasamir eru beðnir um að senda kaststjóra póst á hrafn@simnet.is  "

 

Flott hugmynd hjá Krumma. Skráði mig í gær, þetta verður stuð. Skráið ykkur endilega ef þið eruð stödd á svæðinu!

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun