28.04.2010 - 11:42

Ljósmyndasýning á Ísafirði

Kappinn
Kappinn
1 af 2
Um helgina ætlar hann Pjétur félagi minn að halda ljósmyndasýningu hérna fyrir vestan, nánar tiltekið í Hamraborg á Ísafirði. Pjétur bjó hérna fyrir vestan á sínum æskuárum og vissu allir hver hann var á þeim dögum. Lítill pönkari, sírífandi kjaft. Hann hefur þó aðeins breyst í gegnum árin og er í dag stór pönkari sem kann alveg að rífa kjaft :)

Langar til að hvetja ykkur til að kíkja en sýningin stendur í mánuð. Læt fylgja með tilkynninguna frá kappanum:

Þann 1. maí nk mun ljósmyndarinn Pjétur Geir Óskarsson opna sína aðra einkasýningu í Hamraborg við Hafnarstræti á Ísafirði og ber sýningin yfirskriftina Kreppubílar.
Pjétur Geir hefur áður haldið eina einkasýningu (kaffi mokka 2007 á myndum frá Úkraínu) og tekið þátt í samsýningum.
Sýningarstaðurinn hefur talsverða þýðingu fyrir Pjétur Geir en á Ísafirði ólst hann upp og dvaldi oft dægrin löng með félögum sínum í Hamraborg sem þá var aðal sjoppa bæjarins og er sjálfsagt enn.
Efnistök sýningarinnar að þessu sinni eru gamlir rússneskir bílar sem Pjétur hefur myndað á ferðum sínum um Úkraínu, en með sýningunni vill Pjétur vekja á því athygli að bílar þurfi ekki endilega að vera nýjir og dýrir til að vera fallegir og umfram allt brúklegir til að koma okkur á milli staða.

Sýningin inniheldur 20 myndir og stendur út maí.
Sýningin er sölusýning og er verðinu eins í hóf stillt og frekast er unnt en hver mynd kostar fimm þúsund íslenskar krónur.

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun