26.02.2008 - 10:30

Ljósmyndun

Gamla góða filman
Gamla góða filman
Ég nota ljósmyndun til að sýna mína sýn á það sem ber fyrir augu mín. Ljósmyndun er góð til að skrásetja hlutina eins og þeir eru, hver á sínum tíma og skeiði. Eins og Spessi snillingur sagði við mig einu sinni þegar ég aðstoðaði hann við tökur á kven hetjunum, seríu sem hann tók hérna fyrir vestan 1998 eða 1999. "Þegar þú ert að mynda, þá ertu að documentera", sagði hann. Spessi hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Af og til rekst maður svo á ljósmyndara sem virkilega hrífa mann með sér og var mér bent á einn slíkann í dag af zeranico, sem virðist finna þessa gaura út um allt.

Ljósmyndari sá heitir Stefan Loeliger og hvet ég ykkur til að skoða myndirnar hans, en þær eru hver annari betri. 2 myndir þarna virkilega "blowed me away", svo maður sletti aðeins. Skoðaðu þessa mynd og flettu svo strax á næstu. Í rauninni þarftu að skoða þessar 2 myndir til að ná samhenginu í þessari snilld. Þessi ljósmyndari tekur sýnar myndir á filmu og ef maður skoðar þetta vel, koma kostir filmunnar greinilega í ljós við myndatökur og áferð myndanna verður allt önnur en með digital tækninni. Allavega er mig virkilega farið að langa til að nota filmurnar aftur og koma sér í kompu til að stækka afurðirnar eftir að hafa skoðað þetta, þó maður komist ekki í hálfkvist á við svona ljósmyndara.

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun