08.04.2009 - 13:22

NV Vestfirðir II

Plakatið sem Gunni Bjarni hannaði og Pixel prentaði.
Plakatið sem Gunni Bjarni hannaði og Pixel prentaði.
Páskar.....ahhhhhh.....segjum þetta aftur...Páskar.....ahhhhhh!! Gæti sagt þetta í allan dag, eða allavega einhvað af honum. Nú er að renna í hlað einn minn uppáhaldsárstími. Ísafjörður lifnar allur við og er margt um manninn hérna á þessum tíma. Gamlir brottfluttnir ísfirðingar heimsækja æskuslóðirnar og er frábært að hitta allt fólkið aftur, Páskar.....ahhhhhh.....

Ég ætla svo að opna mína fjórðu einkasýningu á ljósmyndum, en þess ber að geta að þetta er mín fjórða sýning á aðeins einu ári! Ég er mjög stoltur af því:)
Sýningin mun verða haldin á Kaffi Edinborg, í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Sýndar verða 12 kryddaðar landslagsmyndir prentaðar á striga í stóru prenti, allt frá 50cm upp í 130cm á breiddina. Er það Pixel ehf sem prentar myndirnar og rammar þær líka á blindramma. Pixel er aðal stryktaraðili sýningarinnar og hefur vinnan með þeim verið einkar liðleg og þjónustan góð. Vil ég nota tækifærið og þakka þeim sérstaklega fyrir hjálpina, Bjarni, þú rokkar!

Einnig hafa hinir ýmsu aðilar lagt mér lið og vil ég þakka eftirfarandi:
Vona að þú komist, því þér er boðið :)

Gleðilega Páska!

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun