23.06.2010 - 14:57

Quake

Mér var oft sagt þegar ég var yngri og var að fikta í Quake leikjunum að ég hefði nú margt betra að gera við tímann minn en að spila tölvuleiki. Ég að sjálfsögðu neitaði að hlusta eins og venjulega og spilaði ekki einungis, heldur fór ég að smíða borð fyrir leikinn sem allir gætu spilað á. Í fyrstu var þetta bara fikt en fullkomnunaráráttan tók fljótlega yfir og fór ég að sniglast í kringum moddarana sem skrifuðu ákveðin mod( CPMA, OSP ) fyrir þá sem voru að keppa í Quake spilun. Var líka í mjög sterku íslensku klani sem hét MurK og hjálpuðu þeir kumpánar mér mikið við að byggja þetta rétt upp og hafa balance á vopnastaðsetningu og þannig stuffi svo borðið spilaðist sem best.

Og nú er smá viðurkenning komin á þessu fikti mínu því id software var að enda við að kaupa af mér eitt borð sem nefndist Suicide eða ospdm6 fyrir leikinn QUAKELIVE sem er nokkurskonar framhald af Quake III. Þykir mér þetta æðisleg viðurkenning á því sem ég var að brölta þarna 2001 því þessir menn sem sköpuðu leiki á borð við QUAKE, DOOM, WOLFENSTEIN og fleiri voru nánast í guðatölu á þessum tíma í leikjaheiminum og því ef John Carmack opnar á sér þverrifuna, er hlustað, en hann er einmitt stofnandi id software.

Set hérna með nokkur skjáskot af borðinu.

Gaman að þessu :)

Hérna er smá frétt um þetta á Bæjarins besta. Og svo kemur stutt útvarpsviðtal við mig í fyrramálið í morgunútvarpi Rásar 2.

Stay tuned!

Update:
Hlusta má á viðtalið hér. 

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun