01.06.2008 - 00:42

Sumargjöfin

Sverrir að lesa fyrir svefninn
Sverrir að lesa fyrir svefninn
Hann er mættur loxins, sumargjöfin mín barst mér í gærkveld. Sverrir Úlfur sonur minn, sem eyðir sumrinu ávallt með okkur er kominn og búinn í skólanum. Saga systir hans trylltist úr kæti þegar hún sá hann í morgun. Full dagskrá er framundan hjá drengnum, en hann er alltaf í boltanum og svo er búið að skrá hann á siglinganámskeið hjá Sæfara sem verður eflaust spennandi fyrir 10 ára púka.

Ég verð bara að viðurkenna það, mér líður aldrei betur en þegar bæði börnin eru undir mínu þaki. Þannig að nú má sumrið koma með öllum sínum hita, sól og látum. Það styttist í sumarfríið okkar og ég er farinn að telja niður í fríið. Við eigum svo pantaðann sumarbústað í viku í júlí í Vantsfirði, rétt hja Flókalundi.

Svei mér þá ég eigi ekki eftir að taka mikið af myndum í sumar!

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun