07.10.2008 - 13:40

Vestfirðir 2008

Örvar á Hornbjargi
Örvar á Hornbjargi
Ég var heppinn í sumar. Ég fékk að ferðast á milli margra frábærra staða hér á Vestfjörðum og var það partur af verkefni sem ég tók að mér. Úr þessu komu ansi margar myndir og held ég að þær hafi verið um 7000 talsins, áður en týnt var úr. Ekki eru þær allar komnar á netið en hérna má finna um 37 albúm, víðsvegar að af Vestfjörðum. Má segja að þetta hafi verið mikill lærdómur í ljósmyndun og einnig um Vestfirði, en nú er ég þeim þaulkunnugur og á fáa staði eftir að heimsækja, en á flesta staði langar mig líka aftur. Það má segja að ég hafi lært meira um ljósmyndun á einum mánuði meðan á verkefninu stóð en síðan ég byrjaði að fikta við þetta upp úr 1990. Þetta sumar verður mér ógleymanlegt, það er á hreinu!

Ætla svo að vera aðeins væminn og tileinka þetta safn henni Hrefnu, konunni minni sem gaf mér óendanlegt frelsi frá heimilinu til að ljúka þessu :)

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun