06.12.2012 - 15:19

Vestfirskir listamenn&lífskúnstnerar

Elfar Logi leikari
Elfar Logi leikari

Ég er að vinna í verkefni sem ber nafnið Vestfirskir listamenn&lífskúnstnerar, og er búinn að vera að vinna í því síðan 2011. Maður ætlar oftast of lítinn tíma í svona, ætlaði í rauninni að vera búinn að þessu, en eins og vill gerast, þá gefst ekki alltaf sá tími sem maður vildi hafa. Það getur verið erfitt að búa á einum stað, vinna í öðrum landshluta og stunda skóla í öðru landi :)

 

En ég er alltaf að vinna í þessu verkefni, og tek myndir af og til af góðu fólki og alltaf er að bætast við flottir listamenn&lífskúnsterar, en af þeim er nóg á Vestfjörðum.

 

Hérna er smá úrtak úr fréttatilkynningu sem ég sendi út í upphafi verkefnisins.

 

Vestfirskir listamenn&lífkúnstnerar er heimildaverkefni.

Verkefnið byggist upp á ljósmyndum og mjög stuttum texta um listamenn og lífskúnstnera. Ljósmyndin verður tekin í vinnustofu eða vinnu umverfi, svokölluð umhverfisportrett. Verkefninu er ætlað að halda utan um brot úr vestfirskri menningu eins og hún er 2011-201-. Það sem viðkomandi þarf að hafa gert til að falla undir þennan titil sem á verkefninu er, er að hafa gert list eða menningarverkefnum skil og vera sýnilegur á einhvern hátt, eins og t.d sýningar á verkum sýnum eða sýnilega aðkomu að góðum verkefnum. Eiginlega fellur öll menningartengd ferðaþjónusta undir þessa skilgreiningu.

Þegar hafa Spessi(Sigurþór Hallbjörnsson) ljósmyndari, Elfar Logi Hannesson leikari, Marsibil Kristjánsdóttir og Matthildur Helgadóttir listakonur og Sigurður Atlason lífskúnster samþykkt að taka þátt í verkefninu. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Vestfjarða.

 

Áætlað er að 30 viðfangsefni verði í verkinu.  Listamönnum&lífskúnstnerum verður bæði boðin þátttaka og einnig er hægt að benda á sjálfan sig ef viðkomandi finnst hann hafa það til bruns að bera sem þarf til að vera með í verkefni sem slíku. Tilnefningar af öðrum eru líka mjög vel þegnar. Verkefnið mun fá eigin vefsíðu og ljósmyndasýningu sem mun verða hengd upp í helstu bæjarkjörnum Vestfjarða, svokölluð farandsýning. Ef vel heppnast til, og allt gengur upp verður verkefnið sett í bók.

 

Nú hefur t.d Villi Valli samþykkt að vera með ásamt ýmsum fleirum skemmtilegum karakterum og ætla ég bara að láta þetta verkefni vinna sig sjálft, á þeim tíma sem það tekur. Birti hérna eina mynd af Elfari Loga leikara, tekna í leikhúsinu.

 


Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun