09.06.2008 - 00:48

Whitesnake

Whitesnake
Whitesnake
Ég var rokkari, er það enn þó kannski beri ekki eins á því í dag. Var með sítt hár og allan fjandann í mörg ár, fyrst sítt að aftan, en svo fékk það allt að vaxa. Hárið á mér varð þó aldrei neitt mjög sítt, það eiginlega neitaði að fara mikið niður fyrir axlir. Mjög óhlýðið hár. En ég var samt með sítt hár! Árið 1989 eða 90 að mig minnir fór ég ásamt fríðu föruneyti að vestan á Whitesnake tónleika og var mikið djammað þá helgi, eins og þær flestar á þessum tíma. Einhvað hef ég nú róast með árunum, sem betur fer.

Svo ákvað Hrefna(ég átti kannski smá þátt í þessu) að bjóða mér á tónleika með Whitesnake sem haldnir verða í Laugardalhöll á þriðjudagskvöldið og ókum við suður í gær ásamt Baldri, en hann fékk að sitja í með okkur og hélt okkur fínum félagsskap á leiðinni. Ágætt að fá smá frí og njóta sín aðeins í nokkra daga í henni Reykjavík. Það er ekki laust við að smá spenningur sé að byggjast upp fyrir tónleikunum, er búinn að safna hári síðan í apríl og allt saman. Ætli leðurjakkinn verði samt ekki skilinn eftir heima...á engan leðurjakka eiginlega og langar ekkert í einn slíkann!

Here I go again on my own......já það held ég bara...ekki.

Landslag

Portrait

Auglýsingaljósmyndun