Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 11. janúar 2012
11. janúar 2012
Það er kominn 11. janúar.Mikið ósköp líður tíminn hratt, það er eitthvað svo stutt síðan við komum hingað út. Það hefur líka verið ansi mikið að gerast hjá okkur í lok síðasta árs. Það verður að segjast að það var alveg yndislegt ár í alla staði. Vonandi verður þetta ár eitthvað í líkingu við það, fer nú ekki fram á meira.
Í síðasta bloggi sagði ég frá öllu brokkolíinu sem við fengum þá af heilum akri og sem nú er búið að riðja burtu. Nú höfum við fullan akur af kartöflum sem við meigum ganga í og er Dúddi búinn að fara og tína tvo fulla poka bæði fyrir okkur og vini okkar hér nálægt. Ótrúlegt að svona skuli vera farið með matinn en enginn vill kaupa þetta á góðu verði og þá bara rutt burt.
Nú er Dúddi búinn að klára vinnuna í gamla húsinu og gekk það allt vel. Við vorum þar fram á sunnudag. Fórum í íslenska jólamessu sem haldin var í norsku kirkjunni á þrettándanum og kom presturinn frá Íslandi til að messa. Þetta var hátíðleg stund með mörgum landanum. Dúddi fór í kórinn ásamt Unnsteini og fleirum og gekk þetta voða vel hjá þeim öllum og tókst söngurinn vel. Við fórum með Unnsteini og Rut til kirkju og fengum svo voða fínar vöfflur og smákökur á eftir og að sjálfsögðu kaffi og te.
Á eftir buðu þau hjónin okkur í kvöldmat og vorum við þar fram eftir kvöldi og áttum góða kvöldstund með þeim. Takk fyrir góðu vinir.
Daginn eftir fórum við svo að skoða útsölur í Elche og var ansi margt fólk í mollinu það var varla hægt að þverfóta og biðraðir við kassana ótrúlega langar. Það var nú ekki mikið keypt en við skoðuðum. Hávaðinn var svo mikill fyrir okkur Íslendinga sem eigum ekki að venjast öllu þessu fólki og hávaðanum að við fórum bara fljótt heim aftur. Helga og Gummi voru með okkur og var ákveðið þar sem allir voru oðnir svangir að fara út að borða um kvöldið sem var gert og fundum við skemmtilegan Ítalskan veitingastað með góðum mat og íslenskri þjónustustúlku sem var nú ansi mikil tilbreyting. Á eftir kíktum við á bar þar sem unglingahljómsveit var að spila og þar eins og annarsstaðar hér á Spáni var hávaðinn gífurlegur svo það var stoppað stutt þar.
Á sunnudag fórum við svo hingað heim aftur. Ég þarf að stunda skólann og í síðasta tíma var ég bara með einkakennslu þar sem enginn mætti í skólann af þeim sem eiga að vera í sama tíma og ég. Og nú er búið að breyta tímanum nú fer ég á miðvikudögum, vonandi ekki í margra manna hóp þetta hefur verið svo fínt, að ég hef næstum verið í einkatímum í vetur. Hún er svo skemmtileg kennarinn minn. Hana langar til að koma til Íslands, hún var að spurja hvort það vantaði ekki spænskukennara á Íslandi, hún er búinn að fara til Englands að læra ensku og talar hana mjög vel.
Nú er verið að baka Dísudraum sem á að vera eftirréttur á laugardag í veislu sem við förum í hjá Helgu og Gumma.
Var að fá góða uppskrift af brokkolísúpu sem ég ætla að elda á eftir hlakka til að smakka hana.
Eigið góða daga í snjónum á landinu kalda.
Í síðasta bloggi sagði ég frá öllu brokkolíinu sem við fengum þá af heilum akri og sem nú er búið að riðja burtu. Nú höfum við fullan akur af kartöflum sem við meigum ganga í og er Dúddi búinn að fara og tína tvo fulla poka bæði fyrir okkur og vini okkar hér nálægt. Ótrúlegt að svona skuli vera farið með matinn en enginn vill kaupa þetta á góðu verði og þá bara rutt burt.
Nú er Dúddi búinn að klára vinnuna í gamla húsinu og gekk það allt vel. Við vorum þar fram á sunnudag. Fórum í íslenska jólamessu sem haldin var í norsku kirkjunni á þrettándanum og kom presturinn frá Íslandi til að messa. Þetta var hátíðleg stund með mörgum landanum. Dúddi fór í kórinn ásamt Unnsteini og fleirum og gekk þetta voða vel hjá þeim öllum og tókst söngurinn vel. Við fórum með Unnsteini og Rut til kirkju og fengum svo voða fínar vöfflur og smákökur á eftir og að sjálfsögðu kaffi og te.
Á eftir buðu þau hjónin okkur í kvöldmat og vorum við þar fram eftir kvöldi og áttum góða kvöldstund með þeim. Takk fyrir góðu vinir.
Daginn eftir fórum við svo að skoða útsölur í Elche og var ansi margt fólk í mollinu það var varla hægt að þverfóta og biðraðir við kassana ótrúlega langar. Það var nú ekki mikið keypt en við skoðuðum. Hávaðinn var svo mikill fyrir okkur Íslendinga sem eigum ekki að venjast öllu þessu fólki og hávaðanum að við fórum bara fljótt heim aftur. Helga og Gummi voru með okkur og var ákveðið þar sem allir voru oðnir svangir að fara út að borða um kvöldið sem var gert og fundum við skemmtilegan Ítalskan veitingastað með góðum mat og íslenskri þjónustustúlku sem var nú ansi mikil tilbreyting. Á eftir kíktum við á bar þar sem unglingahljómsveit var að spila og þar eins og annarsstaðar hér á Spáni var hávaðinn gífurlegur svo það var stoppað stutt þar.
Á sunnudag fórum við svo hingað heim aftur. Ég þarf að stunda skólann og í síðasta tíma var ég bara með einkakennslu þar sem enginn mætti í skólann af þeim sem eiga að vera í sama tíma og ég. Og nú er búið að breyta tímanum nú fer ég á miðvikudögum, vonandi ekki í margra manna hóp þetta hefur verið svo fínt, að ég hef næstum verið í einkatímum í vetur. Hún er svo skemmtileg kennarinn minn. Hana langar til að koma til Íslands, hún var að spurja hvort það vantaði ekki spænskukennara á Íslandi, hún er búinn að fara til Englands að læra ensku og talar hana mjög vel.
Nú er verið að baka Dísudraum sem á að vera eftirréttur á laugardag í veislu sem við förum í hjá Helgu og Gumma.
Var að fá góða uppskrift af brokkolísúpu sem ég ætla að elda á eftir hlakka til að smakka hana.
Eigið góða daga í snjónum á landinu kalda.