Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 12. desember 2012

12.12. 2012 kl. 12:00

Glugginn á gestaherberginu með  lampanum í sem lýsir Fermín á kvöldin
Glugginn á gestaherberginu með lampanum í sem lýsir Fermín á kvöldin
« 1 af 7 »
Datt í hug þessi fyrirsögn því nú er klukkan hér hjá mér um 12:00 og ég er að fara að horfa á Karlos vin minn elda fylltan kjúkling svo nú verður þetta enn að bíða smá. Sko bloggið. Það er alltaf gaman að Karlosi þetta er ábyggilega góður kjúklingur einn af þeim sem fær að hlaupa um og er lífrænn, þeir eru gulir hérna. Hann fyllti hann með ýmsu góðu dóti eins og lauk, epli, papriku, brauði sem var bleytt í rjóma, allt steikt á pönnu og svo troðið í greyið. Ég set kannski uppskriftina hérna á síðuna á eftir
Nú er búið að mála vegginn sem Lilli og Dúddu múruðu, og Gummi og Dúddi eru nú búnir að mála hann hvítan, þvílíkur munur þetta er svo fínt eins og nýtt hús. Þeir eru svo duglegir í málverki. Búnir að mála Gamla húsið hátt og lágt að utan og er það eins og höll svona hvítt með svörtum grindum, æði.
Annars er nú bara rólegt maður er á fullu við að hugsa hvað á að taka með sér heim um jólin, við höfum aldrei farið heim um jól fyrr síðan við fórum að vera hér svo þetta er allt voða fyndið. Ég er nú búinn að fylla ferðatöskurnar af allavega dóti og fötum á barnbabörnin en það er nú eitthvað minna á stóru börnin. Hér er voða lítið jólalegt bara sól alla daga þó það sé nú ekkert voðalega hlýtt svona um 18. gr. Og kalt inní húsum og við erum að kynda arininn og gasofninn til að halda á okkur hita þegar við sitjum innivið, eins og núna. Ég er nú oft að hugsa þegar maður er að kvarta hér um kulda, hvað við erum þá að gera hérna, hér kemur aldrei snjór, aldrei frost, einstaka sinnum rigning, eini kuldinn sem maður finnur fyrir er inní húsunum, þegar við tímum ekki að kynda. Datt nú í hug vísan" Konan sem kyndir ofninn minn;; Það sem er verst hérna er rakinn sem vill verða ansi mikill, svo að maður finnur stundum fyrir honum á andlitinu á sér, sérstaklega um það leyti sem sólin er að setjast. Þetta er allt öðruvísi heima þar sem húsin eru kynnt allt árið, hér bara kynt í 3 mánuði á ári en kannski 4 og þá bara á kvöldin á nóttunni slekkur maður aftur.
Blyndbil hefur maður nú ekki upplifað í 5 ár næstum búinn að gleyma svoleiðis veðri en mig er nú farið að hlakka til að upplifa þetta aftur þá er svo gott að geta stungið af í sólina ef manni líkar illa við bylinn.
Við eigum pantað far heim 17. des og förum með Norwegian til Kaupmannahafnar og þaðan heim og verðum komin um miðjan dag.
Héðan þurfum við að fara eldsnemma eða um miðja nótt til að ná fluginu. Við eigum góða vini sem ætla að skutla okkur á völlun þó ókristilegur tími sé.
Við fórum í göngutúr áðan hérna um akrana og það eru heilu breiðurnar af steinselju núna allt svo fallega grænt. Appelsínutrén full af jólaappelsínum.
Eigið góða daga á aðventunni, farið vel með ykkur, Guð blessi ykkur og mig hlakkar til að sjá ykkur öll um jólin.