Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 12. janúar 2011
12. janúar 2011
Hef eiginlega frá mörgu að segja en hvort það á allt að fara á blað veit ég ekki. En látum vaða og sjá hvað kemur úr belgnum á mér núna.
Við fórum auðvitað að sjá skrúðgönguna með Los Reyes Margos eða vitringunum þrem í Almoradí þann 5. janúar en þetta er kvöldið fyrir gjafadaginn hér á Spáni. Þetta er heilmikil skrúðganga með hverjum vitring á sínum vagni og börn með sem kasta sælgæti til barnanna. Á undan hverjum vagni eru svo einhver ævintýri núna var Mjallhvít og dvergarnir sjö ásamt fríðu föruneyti, ýmsir dansarar og vagnar með lifandi kindum, svínum og geitum,einnig aðrar stórar fígúrur, Þetta er alltaf voða gaman að sjá,en er ekki eins á hverju ári. Nú þegar við vorum búinn að sjá þetta allt í Almoradí ákváðum við að fara heim, en sáum þá að götuljósin voru svo falleg í Mudamiento að okkur langaði að sjá þau betur svona síðasta jóladag. Þá voru vitringar þar á ferð líka, þeir gengu að vísu bara um götuna með blys í hendi og með einn hirðmann á undan sér. Börnin biðu öll í kirkjunni eftir þeim, þeir stóðu nú lengi fyrir utan og voru að bíða eftir einhverju sem við vissum ekki hvað var, við stóðum bara úti beint á móti kirkjunni. Svo allt í einu hendist þessi flotti prestur, inn í kirkjuna móður og másandi upp í pontu og bauð alla velkomna og vitringana líka, þeir fóru inn í rólegheitum og settust við altarið, en presturinn kom hlaupandi út aftur, tók upp símann, kveitki sér í sígarettu, og fór að skima í kringum sig greinilega að bíða eftir að einhver næði í hann líklega til að komast í næstu kirkju, þetta var svolítið fyndið að sjá. Þetta var sami prestur og kom hlaupandi í kirkjuna á jóladag. Asskoti hress. Í kirkjunni var fullt af fólki aðallega börnum sem voru að bíða eftir gjöfunum sínum, það var kona sem kallaði upp nafn hvers barns og það sótti sínar gjafir til vitringanna þetta var voða gaman að sjá og hvað börnin voru fljót að ná í pakkana sína, skemmtilegur síður hér en þetta er víst mismunandi eftir þorpum, okkar er nú svo pínu lítið.
Smá læknasaga. Það er nú svo sem ekki í frásögur færandi, en þetta er svona öðruvísi en heima. Ég þurfti að fara til læknis á sunnudaginn svona smá kerlingarvandræði, var búinn að humma þetta aðeins of lengi. En ég gat ekki hummað lengur svo við fórum að reyna að finna út hvernig væri að komast til læknis á sunnudegi. Það var hringt í alla sem við þekkjum eldsnemma allir ræstir út. Fyrst var hringt á skjúkrahúsið, þeir sögðu hringið í 112 og sendið hana með sjúkrabíl og Dúddi gerir það og fær konu til að tala ensku. Hún vildi ekkert senda mig í skjúkrabíl sem betur fer, þetta var nú ekki svo alvarlegt. Nema við erum send til Orihuela á læknavakt, fyrst þurftum við að fara og sækja Hörpu því hún talar meiri spænsku en við. Þar sátum við og biðum og biðum. Við þurftum að labba lengi til að finna læknavaktina, svo þau fóru til baka á meðan ég beið og auðvitað var ég kölluð inn á meðan þau fóru að sækja bílinn og þarna sat ég og kunni varla að skilja eitt orð og þurfa að segja af hverju ég var komin til hans, þetta gekk nú allt með bendingum og hrafl í ensku og spænsku. Svo var nú það besta að Helga Þurý hringdi á meðan og bjargaði aðeins málinu fyrir mig hún talaði bara við lækninn í síma. Hann sendi mig á annað sjúkrahús sem er hér rétt hjá og þar biðum við og biðum lengi, fyrst fór ég inn og talað var við mig,fór svo út aftur og síðan loksins var ég kölluð inn en þá mátti Harpa ekki koma með mér og þetta var mikill lærdómur. Þarna var ég skoðuð fór í sónar og hann hristi mikið hausinn læknirninn, en ég hef verið að taka vitlausar hormónpillur svo af því stafaði öll þessi vitleysa. Ég er fín núna það er ekkert að mér svoleiðis. En þetta tók tímann frá kl. 10:00 til kl. 15:00 en ég þurfti ekki að borga krónu af þessum viðtölum og skoðunum, bara meðölin sem ég fékk. Svo nú erum við reynslunni ríkari hvað þetta varðar og vitum hvernig við eigum að snúa okkur næst ef eitthvað kemur fyrir, sem betur fer var þetta ekkert alvarlegt.
Svo í gær byrjaði ég í skóla að læra spænsku, fer einu sinni í viku og þarf að læra heilmikið heima fékk fína bók með geisladiskum þar sem ég þarf að hlusta á til að bókin nýtist mér.
Í dag er 20. gr. hiti og sól og ég er farin út.
Myndirnar eru mjög lélegar það var orðið svo dimmt, kannski nýja vél?
Eigið góðan dag öll.
Við fórum auðvitað að sjá skrúðgönguna með Los Reyes Margos eða vitringunum þrem í Almoradí þann 5. janúar en þetta er kvöldið fyrir gjafadaginn hér á Spáni. Þetta er heilmikil skrúðganga með hverjum vitring á sínum vagni og börn með sem kasta sælgæti til barnanna. Á undan hverjum vagni eru svo einhver ævintýri núna var Mjallhvít og dvergarnir sjö ásamt fríðu föruneyti, ýmsir dansarar og vagnar með lifandi kindum, svínum og geitum,einnig aðrar stórar fígúrur, Þetta er alltaf voða gaman að sjá,en er ekki eins á hverju ári. Nú þegar við vorum búinn að sjá þetta allt í Almoradí ákváðum við að fara heim, en sáum þá að götuljósin voru svo falleg í Mudamiento að okkur langaði að sjá þau betur svona síðasta jóladag. Þá voru vitringar þar á ferð líka, þeir gengu að vísu bara um götuna með blys í hendi og með einn hirðmann á undan sér. Börnin biðu öll í kirkjunni eftir þeim, þeir stóðu nú lengi fyrir utan og voru að bíða eftir einhverju sem við vissum ekki hvað var, við stóðum bara úti beint á móti kirkjunni. Svo allt í einu hendist þessi flotti prestur, inn í kirkjuna móður og másandi upp í pontu og bauð alla velkomna og vitringana líka, þeir fóru inn í rólegheitum og settust við altarið, en presturinn kom hlaupandi út aftur, tók upp símann, kveitki sér í sígarettu, og fór að skima í kringum sig greinilega að bíða eftir að einhver næði í hann líklega til að komast í næstu kirkju, þetta var svolítið fyndið að sjá. Þetta var sami prestur og kom hlaupandi í kirkjuna á jóladag. Asskoti hress. Í kirkjunni var fullt af fólki aðallega börnum sem voru að bíða eftir gjöfunum sínum, það var kona sem kallaði upp nafn hvers barns og það sótti sínar gjafir til vitringanna þetta var voða gaman að sjá og hvað börnin voru fljót að ná í pakkana sína, skemmtilegur síður hér en þetta er víst mismunandi eftir þorpum, okkar er nú svo pínu lítið.
Smá læknasaga. Það er nú svo sem ekki í frásögur færandi, en þetta er svona öðruvísi en heima. Ég þurfti að fara til læknis á sunnudaginn svona smá kerlingarvandræði, var búinn að humma þetta aðeins of lengi. En ég gat ekki hummað lengur svo við fórum að reyna að finna út hvernig væri að komast til læknis á sunnudegi. Það var hringt í alla sem við þekkjum eldsnemma allir ræstir út. Fyrst var hringt á skjúkrahúsið, þeir sögðu hringið í 112 og sendið hana með sjúkrabíl og Dúddi gerir það og fær konu til að tala ensku. Hún vildi ekkert senda mig í skjúkrabíl sem betur fer, þetta var nú ekki svo alvarlegt. Nema við erum send til Orihuela á læknavakt, fyrst þurftum við að fara og sækja Hörpu því hún talar meiri spænsku en við. Þar sátum við og biðum og biðum. Við þurftum að labba lengi til að finna læknavaktina, svo þau fóru til baka á meðan ég beið og auðvitað var ég kölluð inn á meðan þau fóru að sækja bílinn og þarna sat ég og kunni varla að skilja eitt orð og þurfa að segja af hverju ég var komin til hans, þetta gekk nú allt með bendingum og hrafl í ensku og spænsku. Svo var nú það besta að Helga Þurý hringdi á meðan og bjargaði aðeins málinu fyrir mig hún talaði bara við lækninn í síma. Hann sendi mig á annað sjúkrahús sem er hér rétt hjá og þar biðum við og biðum lengi, fyrst fór ég inn og talað var við mig,fór svo út aftur og síðan loksins var ég kölluð inn en þá mátti Harpa ekki koma með mér og þetta var mikill lærdómur. Þarna var ég skoðuð fór í sónar og hann hristi mikið hausinn læknirninn, en ég hef verið að taka vitlausar hormónpillur svo af því stafaði öll þessi vitleysa. Ég er fín núna það er ekkert að mér svoleiðis. En þetta tók tímann frá kl. 10:00 til kl. 15:00 en ég þurfti ekki að borga krónu af þessum viðtölum og skoðunum, bara meðölin sem ég fékk. Svo nú erum við reynslunni ríkari hvað þetta varðar og vitum hvernig við eigum að snúa okkur næst ef eitthvað kemur fyrir, sem betur fer var þetta ekkert alvarlegt.
Svo í gær byrjaði ég í skóla að læra spænsku, fer einu sinni í viku og þarf að læra heilmikið heima fékk fína bók með geisladiskum þar sem ég þarf að hlusta á til að bókin nýtist mér.
Í dag er 20. gr. hiti og sól og ég er farin út.
Myndirnar eru mjög lélegar það var orðið svo dimmt, kannski nýja vél?
Eigið góðan dag öll.