Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 18. maí 2009

18. maí

Lagt upp í síðasta hjóltúrinn
Lagt upp í síðasta hjóltúrinn
« 1 af 10 »
Þetta er svo sem enginn sérstakur dagur, hann er á morgun þegar Hector Hermann verður 3 ára. Hvað tíminn líður fljótt.
Það er allt í rólegheitum hér hjá okkur núna, bara tvö í kotinu. Dúddi að múra og múra slétta veggi og pússa baðið frammi.
Jón og Ásta fóru heim á laugardagskvöldið og þegar við vorum búin að keyra þeim fórum við til Helgu og Gumma að horfa með þeim á Eurovision og rétt komum til þeirra þegar íslenska lagið var á skjánum, þá heyrðum við það í fyrsta skipti og vorum bara stolt af okkar konu og fögnuðum mikið þegar í ljós kom að hún varð í 2 sæti.
Dúddi og Gummi skelltu sér svo í laugina á sunnudeginum.
Við fórum á mjög skemmtilegan stað að borða á fimmtudagskvöldið í Torrevieja alveg ekta góðan Tapasstað. Þar héngu lærin í loftinu allskonar gamalt dót var  á veggjum og var þetta alveg rosalega skemmtilegt kvöld, með góðu fólki.
Maturinn var líka góður fengum okkur nokkra tapasrétti og vorum ansi södd eftir allan þennan mat.
Á undan buðu Helga og Gummi okkur uppá fordrykk og var gaman að sitja í garðinum hjá þeim í sólinni og góða veðrinu.
Öll takk fyrir skemmtilegt kvöld.
Föstudaginn var bara verið hér heima farið í sólbað og svo út að hjóla, til Almoradí til að versla, þau komu svo við á litlum bar og fengu sér bjór til að komast heim aftur. Hjólin voru sko notuð sem fengin voru að láni fyir þau og fóru þau um 100 km. á þessum tíma. Það síðasta sem þau gerðu áður en farið var í flug var að hjóla til Callosa upp að lestarteinum með Dúdda. Ég var nú bara heima til að spilla ekki hraðanum hjá þeim.
 Þetta er svo tilvalið svæði til að hjóla á, margir vegir út um allt og engar brekkur eða mikið erfiði. Svo spillir nú ekki veðrið fyrir.
Nú sit ég hér inni og skrifa þessar línur og horfi á kokkinn í sjónvarpinu, hann er svo skemmtilegur, hann heitir Carlos syngur og dansar og eldar ábyggilega alveg svakalega góðan mat, nú er hann að elda eitthvað sem ég náði ekki alveg, en er kjöt og einhver mús með kartöflum, lauk, og persillu. Náði því hann er að búa til Crogettur.
Nú fer tíminn að styttast hér við komum heim 30. maí ef flug leyfir, þeir eru víst alltaf að breyta fluginu svo við sjáum bara til. það er að mörgu að huga áður en maður leggur í hann.
Svaka fallegur dagur og góður vonandi hjá ykkur líka.