Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 4. janúar 2012
2012
þá er það komið árið 2012, og hvað skildi það bera í skauti sér.? Ferðalög, barnabörn, glaum og gleði, annars er það svo margt sem það hefur uppá að bjóða að það er best að vita ekkert af því, það á bara að koma manni á óvart. Vonandi verða bara allir við góða heilsu og hafa það gott.
Gamla árið kvöddum við með góðum gestum Önnu Þóru og Magna en þau voru á heimleið frá Garrucha til Íslands og ætla að taka einn mánuð í það, fyrsti viðkomustaður þeirra var hér hjá okkur. Við náðum í þau til Orihuela á föstudagskvöldið. Á laugardagsmorgun fórum við svo á markað í Almoradí og ráfuðum þar um og við Anna Keyptum okkur skó fyrir kvöldið stóðumst það ekki að fá fína skó fyrir 5 evrur, hún svarta en ég rauða svaka flotta með háum hæl og vitið, ég gat verið í þeim í 4 tíma alveg heimsmet held ég hjá mér, ég fílaði mig eins og Victoria Beckham hlaupandi á háum hælum.
Það var ákveðið að hafa fisk í matinn á gamlárskvöld og er það mjög fátítt hjá mér allavega, en við vorum með graflax sem Anna útbjó og svo vorum við með skelfiskréttinn minn og ostaköku í eftirrétt.
Þetta var alveg yndislegt kvöld horfðum á skaupin bæði íslenska og þetta spænska og var gaman að því. Við þurftum ekkert að skilja því þetta var allt svo leikrænt að það þurfti bara að horfa og þá var skellihlegið alveg drepfyndið þetta spænska, er ekki dómbær á þetta íslenska þar sem maður er lítið inn í málum þar.
Á nýársdag fórum við til Alicante að sækja bíl fyrir Magna og Önnu og svo fórum við í nýjársboð til Hörpu og Vishnu og þar voru allir ættingjarnir hér á Spáni og var mikið fjör og gaman og góður matur eins og alltaf hjá þeim hjónum. Anna og Magni fóru svo snemma næsta morgun til Barcelona og þaðan til Ítalíu og þar verða þau í 10 daga.
Hér er sól og gott veður alla daga og miklu betra en í fyrra, það er hlýrra á nóttunni og það þarf ekki að kynda húsið eins mikið og þá. Núna höfum við rétt við bæjardyrnar hjá okkur heilan stóran akur fullan af brokkoli sem við megum ganga í eins og við viljum. Bóndinn fær svo lítið fyrir að selja það að það verður bara rutt burtu, alveg svakalegt að sjá þetta. Manni verður bara hugsað til allra þeirra sem ekki eiga neitt að borða og þurfa að fá í sig eitthvað af vítamíni sem er í þessu fína brokkoli. Vildi óska að ég gæti sent ykkur eitthvað af þessu. Nú borða ég þetta í hvert mál. Brytja niður brokkoliið set í skál og svo í örbylgjuofnin í svona 3-4 mín. og þá er það mjúkt og fínt. Fermín kom og sagði okkur frá þessu, ég held að bóndinn fái 10 centimos fyrir kílóið sem er bara ekki neitt. En þetta skeður líka með sítrónur og margt annað sem er offramboð af.
Dúddi var svo að hjálpa Fermín að saga niður tvö stór tré eða kollinn af þeim þau vaxa svo mikið yfir sumarið og veita skugga fyrir sólinni, síðan nota þeir greinarnar af þeim til að hita grillið, allt notað hér.
Nú erum við að fara í gamla húsið í nokkra daga að klára það sem eftir var þar, ætlum í Íslenska messu á föstudaginn og klára jólin.
Eigið góða daga.
Gamla árið kvöddum við með góðum gestum Önnu Þóru og Magna en þau voru á heimleið frá Garrucha til Íslands og ætla að taka einn mánuð í það, fyrsti viðkomustaður þeirra var hér hjá okkur. Við náðum í þau til Orihuela á föstudagskvöldið. Á laugardagsmorgun fórum við svo á markað í Almoradí og ráfuðum þar um og við Anna Keyptum okkur skó fyrir kvöldið stóðumst það ekki að fá fína skó fyrir 5 evrur, hún svarta en ég rauða svaka flotta með háum hæl og vitið, ég gat verið í þeim í 4 tíma alveg heimsmet held ég hjá mér, ég fílaði mig eins og Victoria Beckham hlaupandi á háum hælum.
Það var ákveðið að hafa fisk í matinn á gamlárskvöld og er það mjög fátítt hjá mér allavega, en við vorum með graflax sem Anna útbjó og svo vorum við með skelfiskréttinn minn og ostaköku í eftirrétt.
Þetta var alveg yndislegt kvöld horfðum á skaupin bæði íslenska og þetta spænska og var gaman að því. Við þurftum ekkert að skilja því þetta var allt svo leikrænt að það þurfti bara að horfa og þá var skellihlegið alveg drepfyndið þetta spænska, er ekki dómbær á þetta íslenska þar sem maður er lítið inn í málum þar.
Á nýársdag fórum við til Alicante að sækja bíl fyrir Magna og Önnu og svo fórum við í nýjársboð til Hörpu og Vishnu og þar voru allir ættingjarnir hér á Spáni og var mikið fjör og gaman og góður matur eins og alltaf hjá þeim hjónum. Anna og Magni fóru svo snemma næsta morgun til Barcelona og þaðan til Ítalíu og þar verða þau í 10 daga.
Hér er sól og gott veður alla daga og miklu betra en í fyrra, það er hlýrra á nóttunni og það þarf ekki að kynda húsið eins mikið og þá. Núna höfum við rétt við bæjardyrnar hjá okkur heilan stóran akur fullan af brokkoli sem við megum ganga í eins og við viljum. Bóndinn fær svo lítið fyrir að selja það að það verður bara rutt burtu, alveg svakalegt að sjá þetta. Manni verður bara hugsað til allra þeirra sem ekki eiga neitt að borða og þurfa að fá í sig eitthvað af vítamíni sem er í þessu fína brokkoli. Vildi óska að ég gæti sent ykkur eitthvað af þessu. Nú borða ég þetta í hvert mál. Brytja niður brokkoliið set í skál og svo í örbylgjuofnin í svona 3-4 mín. og þá er það mjúkt og fínt. Fermín kom og sagði okkur frá þessu, ég held að bóndinn fái 10 centimos fyrir kílóið sem er bara ekki neitt. En þetta skeður líka með sítrónur og margt annað sem er offramboð af.
Dúddi var svo að hjálpa Fermín að saga niður tvö stór tré eða kollinn af þeim þau vaxa svo mikið yfir sumarið og veita skugga fyrir sólinni, síðan nota þeir greinarnar af þeim til að hita grillið, allt notað hér.
Nú erum við að fara í gamla húsið í nokkra daga að klára það sem eftir var þar, ætlum í Íslenska messu á föstudaginn og klára jólin.
Eigið góða daga.