Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 22. september 2011

22. september 2011

Eiríkur Sigurðs, með Ísafjörð í baksýn
Eiríkur Sigurðs, með Ísafjörð í baksýn
« 1 af 5 »
Jæja, loksins læt ég nú verða að því að skrifa hér nokkrar línur. Viðkoma mín á Akranesi var í fjóra daga í góðu yfirlæti á sjúkrahúsi og hef ég verið að jafna mig á því síðan, og ósköp lítið gert. Ég hef búið hjá Helgu vinkonu minni og hún hefur alveg séð til þess að ég geri ekki neitt annað en að prjóna. Hún hugsar svo vel um mig, eldar oní mig og þvær af mér fötin líka hún er alveg yndisleg vinkona þær gerast ekki mikið betri það get ég sagt ykkur. Hún er líka búin að rúnta með mig út um allt og ég er búinn að kaupa jólagjafir fyrir stóru börnin okkar og meira að segja pakka þeim inn svo ætlar hún að koma þessu til skila á réttum tíma.
Það er svolítið skrítið að sitja bara og meiga ekki gerta neitt, ekki lyfta neinu þungu ekki teygja sig mikið og labba bara passlega langt í einu því þá verður maður aumur, maður heldur áður en þetta gerist að tíminn verði lengi að líða og þetta geti maður nú ekki, en svo þegar þetta rennur upp þá er bara ekki annað hægt, því maður vill ekki skemma neitt og svo er maður bara ósköp lítill í sér. En þetta er stundum ansi óþægilegt get ég sagt ykkur, segja"æi getur þú gert þetta fyrir mig" eitthvað nauðaómerkilegt sem þriggja ára barna gæti gert, en svona er þetta og maður er farin að sætta sig við þetta þegar maður má og getur gert allt.
Í gærkvöldi var ég á frænkuhitting hjá Siggu Brynju og vorum við að skipuleggja ættarmót ömmu og afa frá Urðarvegi 11 á Ísafirði og var þetta mjög góð og yndisleg kvöldstund með frænkum mínum. Það er búið að ákveða stað og stund næsta sumar svona í stórum dráttum. Svo vonar maður bara að það verði góð mæting hjá liðinu en það eru komin alltof mörg ár síðan við hittumst síðast.
Nú á næsta sunnudag á að skíra litlu stúlkuna hjá Atla og Eddu og svo förum við út á mánudagsmorgun 26. sept. og er okkur farið að hlakka mikið til að komast loksins uppúr ferðatöskunum, en í þeim hefur maður næstum búið í fjóra mánuði, svolítið þreytandi. Hvað ég hef sofið á mörgum stöðum þetta sumarið ætla ég bara ekkert að telja. Svo eru matarboð bæði á föstudag og laugardag svo það er nóg að gera þangað til við förum, já og svo fer ég í saumklúbb á laugardagsm. kl. 11:00 allaleið til Hveragerðis hjá Úllu.
Dúddi fór vestur um daginn og hitti sín skólasystkini og var það mikið fjör hef ég heyrt en ég gat því miður ekki verið með þeim, en ég set inn myndir en hvað fólk þetta er hef ég ekki hugmynd um. Dúddi fór nefnilega aftur vestur í gær með Járntjaldið og kemur til baka í kvöld.
Ætla að láta þetta duga í bili læt heyra frá mér þegar ég er komin heim til Spánar á minn stað við skrifborðið. Hlakka til að komast í sólina og borða allan góða matinn á Spáni hitta Fermín og alla hina nágrannana.
Eigið góða daga