Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 29. október 2012
29. október 2012
Nú er búið að flýta klukkunni hér á Spáni svo nú er bara 1 klukkutíma munur á okkur og ykkur heima og er það voða gott, sérstaklega þegar mann langar að hringja í einhvern. Annars erum við voða löt að hringja því miður þó það sé nú auðvelt og ekkert dýrt gegnum það kerfi sem við notum.
Nú er orðið voða rólegt hérna hjá okkur Helga og Lilli farinn heim og nú er lífið að komast í fastar skorður en þetta verður allt öðruvísi þegar gestir eru, þó þau séu nú í sjálu sér engir gestir kannski bara heimiliskettir eins og við hjá þeim.
Við fórum nú á einn mjög skemmtilegan matsölustað áður en þau fóru stað sem heitir Andalús og er við Punta Prima torgið. Þar eru senjórítur sem dansa Falmenco og gítaristi sem gengur á milli borða og syngur fyrir mann, þetta var voða gaman og góður matur, ég fékk mér grillaða kanínu með miklum hvítlauk. Kári og Guðrún fóru með okkur og skemmtum við okkur öll mjög vel.
Nú á laugardaginn fórum við að venju á markaðinn í Almoradí þegar við erum hérna heimavið, og var þar ansi margt fólk enda outletmarkaður á torginu og kenndi þar margra grasa og var margt þar ansi ódýrt allt flott dót frá frægum merkjum, ég freistaðist og keypti mér eina götuskó voða fína. Svo fórum við á litla barinn og fegnum okkur tapas og kaffi og rauðvínsglas. Það var svo gaman að sitja þarna þetta var eins og að vera komin á hverfispöbbinn þarna þekktu allir alla þó þetta væri á markaðsdegi. Fórum svo til slátrarans og keyptum okkur svínakótelettur og svo var haldið heim fórum á hverfisbarinn hér og svo heim og elda. En samt allt voða rólegt og gott eins og alltaf hér í sveitinni.
Hér er annras voða rólegt í kring það gengur vel hjá Fermín stórfjölskyldan mætir enn í mat á hverjum sunnudegi og er orðið ansi mikið fjör í börnunum þau eru öll orðin svo stór og sæt.
Á morgun er okkur boðið í afmælisveislu til Eladio og Felí vinafólki Helgu frænku og verður gaman að hitta þau aftur og spennandi hvað við fáum að borða. Segi frá því seinna.
Eigið góða daga
Nú er orðið voða rólegt hérna hjá okkur Helga og Lilli farinn heim og nú er lífið að komast í fastar skorður en þetta verður allt öðruvísi þegar gestir eru, þó þau séu nú í sjálu sér engir gestir kannski bara heimiliskettir eins og við hjá þeim.
Við fórum nú á einn mjög skemmtilegan matsölustað áður en þau fóru stað sem heitir Andalús og er við Punta Prima torgið. Þar eru senjórítur sem dansa Falmenco og gítaristi sem gengur á milli borða og syngur fyrir mann, þetta var voða gaman og góður matur, ég fékk mér grillaða kanínu með miklum hvítlauk. Kári og Guðrún fóru með okkur og skemmtum við okkur öll mjög vel.
Nú á laugardaginn fórum við að venju á markaðinn í Almoradí þegar við erum hérna heimavið, og var þar ansi margt fólk enda outletmarkaður á torginu og kenndi þar margra grasa og var margt þar ansi ódýrt allt flott dót frá frægum merkjum, ég freistaðist og keypti mér eina götuskó voða fína. Svo fórum við á litla barinn og fegnum okkur tapas og kaffi og rauðvínsglas. Það var svo gaman að sitja þarna þetta var eins og að vera komin á hverfispöbbinn þarna þekktu allir alla þó þetta væri á markaðsdegi. Fórum svo til slátrarans og keyptum okkur svínakótelettur og svo var haldið heim fórum á hverfisbarinn hér og svo heim og elda. En samt allt voða rólegt og gott eins og alltaf hér í sveitinni.
Hér er annras voða rólegt í kring það gengur vel hjá Fermín stórfjölskyldan mætir enn í mat á hverjum sunnudegi og er orðið ansi mikið fjör í börnunum þau eru öll orðin svo stór og sæt.
Á morgun er okkur boðið í afmælisveislu til Eladio og Felí vinafólki Helgu frænku og verður gaman að hitta þau aftur og spennandi hvað við fáum að borða. Segi frá því seinna.
Eigið góða daga