Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 23. apríl 2008

2 vikur í heimkomu

Haninn í skrúðgöngunni á páskunum
Haninn í skrúðgöngunni á páskunum
« 1 af 8 »

Hitinn hér í dag er 25 stig aðeins gola og ansi heitt. Og klukkan hérna núna er 6. Hér hefur varla komið dropi úr lofti í allan vetur og er allt að skrælna hér á ökrunum. Bændurnir fá lítið af vatni það er búið að skrúfa fyrir það. Skritið að hlusta eða sjá fréttirnar í sjónvarpinu um að spánverjar eru að rífast um vatnið því það er til nóg á norður Spáni en allt að skrælna hér á austurströndinni það hefur ekki ringt svo lítið síðan 1912. Það mætti nú eitthvað af íslensku rigningunni vera komið hingað til okkar því við þurfum að vökva blómin eða þannig.

Svo er það þetta með hanann í næsta húsi, stórmerkilegt fyrir fólk eins og okkur sem ekkert vitum um þá. Það voru tveir hér í byrjun desember, svo fór einn fyirir jól pg hinn fyrir páska. En það voru ungar eftir í búrunum nú eru þeir líklega 4 og einn kominn á táningaaldurinn og er að byrja að gala, fyrst þegar ég heyrði þetta hélt ég að það væri barnsgrátur kl. 7 að morgni en það eru bara enginn börn svona lítil hér. Svo hélt þetta áfram núna í fjóra morgna og hefur hækkað og er eins og urg en hann kemur til með galið held ég, verður líklega orðin stórsöngvari þegar við komum hingað aftur næsta haust. En líklega tengist þetta þeirra trú eitthvað. Ég heyri að það er hanaslagur núna og allt að vera vitlaust í litla búrinu þeirra.

Í síðustu viku var okkur boðið í mat til Unnsteins og Rutar og fengum þar íslenskt lambakjöt grillað nammmmmm gott, dóttir þeirra Sigurlaug kom með kjötið með sér og grillaði. Svo var ég að reyna að hjálpa Unnsteini með tölvuna sko ég að hjálpa öðrum með tölvu sem ekkert kann . Ég man varla hvernig svona pc virkar, en ég er auðvitað með Appeltölvu.

Svo komu þau hingað til okkar í gær og gengu ávaxtahringinn eins og við köllum þann göngutúr. Þá er gengið um sítrónu-, appelsínuakrana og einnig núna hveitiakra sem verða svo líklega brokkoliakrar þegar líður að vetri. Það er svo gaman að fylgjast með hvað kemur ipp næst.

Á föstudagskv. síðasta fórum við út að borða með Þuru, Erni og vinum þeirra á voða fínan stað hér í Almoradí sem heitir El Buey, góður matur og fínt vín með. Fórum svo á góðan bar á eftir, svo nú erum við aðeins fróðari um staði hér í nágrenninu, tókum allan pakkann og komum ekki heim fyrr en um 3, eins og sannir íslendingar þegar þeir fara á ferð í útlöndum.

Verð nú að segja frá þvi að ég er búinn að klára dúkinn sem ég byrjaði á heima á Ísafirði í ágúst í fyrra, þetta hef ég nú verið að dunda við í vetur, bara nokkuð fallegur.

Læt hér eina mynd með sem Arnaldur maður Línu Halldórs tók af Dúdda og Fermín bónda og nágranna.

Góður og fallegur dagur og borðuðum Calamaris í hádeginu í dag í Torrevieja.

GLEÐILEGT SUMAR og takk fyrir veturinn ættingjar, og aðrir sem hafa kíkt á þessa síðu.