Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 30. mars 2011

30. mars 2011

Harpa og fíni maturinn hennar
Harpa og fíni maturinn hennar
« 1 af 10 »
Datt í húsmóðurgírinn í morgun því nú ver, það er svo leiðinlegt. Er búinn að baka brauð fyrir mig með engum sykri er í bindindi, sko sykur bindindi. Svo er ég búinn að baka tvo marengsbotna sem eiga að vera eftirréttir í næsta partý, sem verður Paellupartý og flott kaka í eftirrétt sem Helga skreytir en ég baka, góð samvinna, svo verður vinkona Helgu, spænsk, sem ætlar að elda og kenna okkur að búa til ekta paellu. Gaman að gera eitthvað svona úti núna þegar sólin og hitinn eru mætt á svæðið.
Annars hefur þetta tímabil núna í marsmánuði einnkennst af veislum og matarboðum allskonar. Fyrir hálfum mánuði vorum við boðin til Hörpu og Vishnu í afmælisveislu sem Harpa hélt mánuði eftir afmælið sitt, þar vorum við í hópi íslendinga og enskumælandi fólks, þannig að fjölbreytnin í tungumálunum hjá okkur í þessum veislum er talsverð og við æfumst bæði í ensku og spænsku. Við fengum voða góðan mat hjá Hörpu blöndu af inverskum, íslenskum,  enskum og spænskum hún er svo mikill kokkur og eldar góðan mat, réttirnir voru svo margir að þið fáið bara mynd af þeim. Við sváfum hjá þeim í fyrsta skipti og var gaman að sofa lengst út í sveit, meiri en okkar. Þau eru með sítrónuakur alveg við húsið hjá sér, og þar eru sko góðar sítrónur. Takk kærlega fyrir okkur Harpa og Vishnu.
Svo var síðasta helgi alveg pökkuð af veislum, föstudaginn fórum við snemma að heiman fórum í mini golf en unnum nú ekkert.
Um kvöldið var okkur svo boðið í mat til Guðrúnar og Kára og þar var voða flottur matur á borðum eins og í öllum þessum boðum.
Æðislegt sjávarréttasalat og kjúklingaréttur svakalega gott, takk fyrir okkur Guðrún og Kári.
Laugardagur fór í markaðsferð og Dúddi að laga bíl. Seinnipartinn var svo farið til Bertu Svenna, Auðuns, Möggu og Ingþórs í gamla húsið eins og við köllum það, En það er húsið sem þau keyptu fyrir um 20 árum síðan og er alveg yndislegt hús, þar höfum við Dúddi gist áður með Helgu og Lilla. Þarna var búið að bjóða okkur í mat og gistingu. Við fengu Mohíto í fordrykk blandaðan af Bertu alveg svaka góður, svo fengum við Kanínupottrétt alveg svakalega góðan og svona öðruvísi en maður hefur smakkað áður það var notað mikið hvítvín. Og á eftir var full skál af nýjum jarðarberjum sem eru núna út um allt og ódýr.
Takk kærlega fyrir okkur Berta og co.
Þið sjáið að það þýðir ekkert að vera eitthvað að reyna að vera stilltur og fara í bindindi, það gerir  maður þegar við komum heim þá er allt svo dýrt að maður tímir engu, segi svona.
Nei lífið er ljúft hérna hjá okkur þegar sólin skín og hitinn kominn í 24 stig um hádegi. Dúddi úti að laga blómabeðið og ég að baka. Það er ansi tómlegt hérna við hliðina á okkur, en það kemur alltaf ein dóttir á hverjum degi til Fermíns og eldar og þrífur fyrir hann. Við reynum líka að vera duglega að tala við hann og nú er það svo slæmt að frystirnn er fullur af ætiþirslum og baunum, ég fæ orðið tíu Ætiþirsla á dag. Ætla að geyma fyrir Helgu þegar hún kemur.
Það gengur vel hjá mér í skólanum og hef ég bara lært heilmikið, bara töluð spænska í tímanum en stundum er gripið í ensku þegar englendingarnir skilja ekki en hún svissar aldrei í Íslensku. Hún segist nú ætla að læra hana seinna. Ég þurfti fyrir síðasta tíma að skrifa smá um Ísafjörð, Mi ciudad es pequéna y bonita, þetta var ein setning sem ég sagði.
Svo gerði ég fína tortillu núna fyrir okkur í hádegismat, steikti lauk, hvítlauk og ætiþirsla og skellti svo eggjum með  og borðað með brauði svaka gott. Maður ætti kannki að fara að skipta yfir í eldhúsblogg og segja hvað ég er að elda.
Nú er búið að setja hér á sumartíma svo við erum tveim tímum á undan ykkur á Íslandi, skil ekki hvað alltaf er verið að flækjast svona með tímann, en að sumi leyti gott nú er bjart svo lengi á kvöldin.
Eigið ljúfa og góða daga.