Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 4. maí 2008

3 dagar í heimkomu

Elín, ég og Jón á sýningunni í Santa Pola
Elín, ég og Jón á sýningunni í Santa Pola
« 1 af 10 »

Nú er ekki langt í heimkomu. Við höfum nú verið aðeins á ferðinni undanfarið, fórum til Santa Pola til að hitta Elín Þóru og Jón á fimmtudaginn. Okkur var boðið upp á fínan fiskrétt úr íslenskum fiski sem var alveg svakalega góður. Svo röltum við um bæinn en það var nú 1. maí og ferðahelgi á Spáni enda var margt fólk bæði á ströndinni og eins bara á labbinu eins og við. Á torginu er kastali og inni garðinum var handverksýning og básar þar sem voru til mjög fallegir munir. Einnig var þar fulgasýning allt mjög stórir fulgar, uglur, gammar, fálkar aðallega, ansi tignarlegir og bundnir fastir við staur greyin. Þetta var mjög gaman, en hér útum allt í bæjum eru allavega Fiestur, Feriur og skemmtanir af öllu tæi, enda elska spánverjar fiestur, siestur, og manjana.

Á markaðnum hér í Almoradí í gær var verið að búa til krossa ú blómum sem fólk setur á húsin sín og hefur í eitt ár, þeir eiga að veita vernd gegn illum öndum. Þetta mun vera um 200 ára gamall siður . Gömlu krossarnir  eru síðan brenndir á torginu, eins og sést á myndunum sem ég set með. Við höfum séð þessa krossa, og héldum að einhver hefði dáið í húsinu, en nú vitum við aðeins betur af hverju þetta er, en þeir eru mjög fallegir margir hverjir.

Á sl. föstudag var ég svaka dugleg og tók til í beðinu hérna á móti en við höfðum hugsað okkur að geyma bílinn þar. Ég spjallaði fyrst við Fermín bónda um hvernig ég ætti að klippa steinseljuna er hún er orðin svo stór að mér fannst, nei,nei ekki klippa þetta eru fræ, sagði hann. Þá spurði ég hann hvort ekki væri í lagi að geyma bílinn þarna og færa rósina, sí, sí limpio, limpio, sagði hann og þá meinti hann að ég ætti bara að hreinsa allt í burtu og sýndi mér hvað við ættum að fara langt.

Svo ég kallaði í Dúdda til að koma í framkvæmdir og allt var rifið burt og komið þetta fína stæði. Þá kemur Carmen húsfreyja og fer að tala við okkur og við að reyna að tala við hana og segja henni að við ætlum að hafa bílinn þarna næstu 5 mánuði á meðan við verðum heima á Íslandi. Nei,Nei, það er ekki hægt það á að rífa öll blómin niður og leggja ganstétt alveg út á veg og verður líklega byrjað á mánudag. Það verður sko flott hérna hjá okkur ef af því verður, en að vera búinn að færa rósina alla steinana og þrífa fjandans beðið sem á svo að rífa, ussss, enda segir bakið að ég átti að láta þetta vera. En OK fá gangstétt er nú svo flott og þið sem hafið komið vitið hvað ég er að tala um. Svo nú erum við eiginlega í bölv. vandræðum með bílinn, hann verður líkllega bara að standa hérna í götunni í sumar, það er ansi dýrt að geyma hann á flugvellinum svona lengi, en þau fá bara lykilinn og geta svo fært hann til, ja ef þau kunna á bíl því þau eru bara hjólandi eða á vespunni sinni.

Smávegis af hananum, hann er bara að verða eins góður og Placido ef hann verður duglegur að æfa sig í sumar því galið er allt að koma svo enginn svefnfriður er frá kl 4 -6. en maður sofnar bara aftur. Já, og svo er fjölgun í fjölskyldunni það eru komnir ungar í bakhúsið þeir eru þrír ég sá aððeins í kollin á þeim áðan þegar þeir voru að horfa yfir hreiðrið, það er alltaf verið að færa þeim mat.

Góður dagur með sól, fuglasöng og kvaki.