Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 4. janúar 2008

4 dagur ársins 2008

Krabbi að éta krabba
Krabbi að éta krabba
« 1 af 4 »
Það hefur svifið yfir mikil leti á þessu nýja ári hjá bloggaranum. Hef nú í rauninni ekki mikið að skrifa um eins og er. En eitthvað hefur nú verið að gerast eða þannig. Gamlárskvöldið var eftirminnilegt, fyrir margt. Við vorum ein að borða krabba sem leit ansi vel út en var nú ekkert sérstakur á bragðið, var eignlega bara vondur. Ég fann voða fína spanska uppskrift sem Dúdda leist ekkert á , vildi bara fá hann orginal. En við borðuðum þetta og drukkum bara kampavín með. Kalkúnninn bragaðist bara vel en ég setti nú bara appelsínur, epli, hvítlauk og möndlur í hann, sósan var alveg rosalega góð með appelsínu -hvítlausbragði hmmmm.
 Svo um 12 leytið löbbuðum við niður í þorpið en þar var nú enginn, einn lítill strákur sem glápti á þessi furðu dýr ein á gangi. En það var mikið skotið upp allt í kring, við vorum bara á vitlausu torgi. En þetta var bara fínt.
 Á nýjársdag fórum við svo í kaffi til Helgu og Jesus og fengum flatkökur með hangikjöti og svaka fína tertu. Það var svo gott að koma til þeirra þar var jólatré og svo jólalegt að við fundum rest af jólahátíð.
Um hádegið í dag kom nágranninn með þrjú knippi af nýjum vorlauk sem hann var að taka upp og færði okkur, hann var rosalega góður. Í dag fórum við í bæinn og það var bara eitt markmið að láta klippa frúna, en það hefur ekki verið gert síðan í ágúst svo kominn var tími til. Við fundum voða fína stofu og notuðum bara fingramál, á myndinni sjáið þið svo árangurinn aldrei verið svona klippt áður alveg ný Dona. Dúddi fékk líka skveringu svo við förum nýklippt og fín inní árið 2008.
Óli er búinn að keyra mikið um Spán hann fór frá Barcelona í dag og er komin til Valenciu núna og verður þar í nótt og kemur svo hingað á morgun það verður gott að fá hann aftur hingað til okkar svo er hann farinn 9. jan.
Gleðilegt ár og það verður spennandi að vita hvað 2008 hefur uppá að bjóða fyrir svona ævintýrafólk eins og okkur.